Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 135
HÐUNN
Eins og nú horfir við.
129
hann saman stendur eingöngu af þægum þjónum lienn-
ar, einskis nýtum á mælikvarða heilbrigðrar menningar.
Það táknar fullkomna hrörnun og dauða fyrir auðvalds-
menninguna. I öllum löndum brotnar meira og meira
utan úr henni, en fáránlegast er þetta ástand orðið á
Þýzkalandi, síðan nazistarnir komust til valda og tóku
að sýna heiminum hið grímulausa auðvaldseðli: það
er aö segja algera lítilsvirðingu fyrir allri menningu.
Það dregur í þetta sama horf einnig hér á landi. Það
verður takmarkaðra og takmarkaðra efni, sem auðvaldið
leyfir að rætt sé eða ritað um. Það heimtar af skáld-
skapnum þjóðlegt efni, kristilegt hugarfar og forneskju-
stíl. Það krefst þess harðar og harðar, að listin þjóni
sér eða sé kæfð niður ella.
Hin pólitíska aðstaða verður að vera ljós hverjum
einum. Og fyrir þá, sem í rauninni eru hinir þjóðlegu
menn, þótt þeir æpi það ekki upp á torgum, og vilja,
að menning megi dafna í landinu, er fyrst og fremst um
það að gera að skilja hina pólitísku greiningu, milli
yfirstéttar og alþýðu. Þeir þurfa að kunna skil þeirra
þróunarlögmála, sem ráðandi eru í félagslífi og menn-
ingu. Þeir þurfa að vita svo mikið, að önnur eins
glappaskot komi ekki fyrir þá og mennina, sem ætluðu
um árið að snúa þróuninni við í sveitunum og skapa
þar nýja menningu samtímis því sem öllum menningar-
skilyrðum var kipt þaðan burtu. En hafi þeir skilið
Þetta, hljóta þeir líka að sjá, hvoru inegin þeir eiga
að skipa sér í fylkingu, hvort heldur með yfirstéttinni,
sem er að sigla sér og allri menningu sinni í hinzta
strand, eða með alþýðunni, sem samkvæmt órjúfan-
legum lögmálum hlýtur að eignast næstu framtíð og
skapa í alþjóðlegu samstarfi hina nýju menningu fram-
dðarinnar, eins og þegar er hafið starfs á með glæsi-
•ðunn XVII.
9