Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 136
130
Eins og nú horfir við.
iðunn
legum árangri í því eina landi, þar sem verkalýðurinn
hefir sigrað, Sovét-Rússlandi.
Um leið og auðvaldið reynir á alla lund að hefta
þroskun alþýðunnar, kæfir það frjómögn sinnar eigin
menningar. Hlutverk alþýðunnar í framtíðinni verður
því ekki einungis að byggja uþþ nýja menningu, heldur
líka að bjarga við því, sem nýtilegt er í menningu
auðvaldsins. — Við höfum á öldinni svift okkur út úr
einangrun, inn í atburðarás heimsins. Það var hin óhjá-
kvæmilega og sjálfsagða leið. Við höfum vanist nýjum
lífsskilyrðum, sem eru orðin okkur ómissandi og við
með engu móti viljum vera án. Ekkert af þvi nyt-
sama, sem við höfum eignast á öldinni, megum við láta
aftur af hendi. En undir stjórn yfirstéttarinnar stefnir
nú alt í hrun, og því verður alþýðan að taka ráðin i
sínar hendur. Til sköpunar hinnar nýju verklýðsmenn-
ingar þarf ný þjóðfélagsskilyrði og alþýðlega velmegun,
Hin nýja menning getur því ekki náð verulegum þroska
fyr en verkalýðurinn hefir sigrað' í hinni pólitísku bar-
áttu. Af þeim ástæðum verður öll menningarbarátta
okkar á næstunni að snúast fyrst og fremst upp í bar-
áttu fyrir yfirráðum verkalýðsins og sigri sósíalismans..
En menningin verður engu að síður lifandi þáttur í
starfi verklýðshreyfingarinnar, tekur stöðugri frjóvgun
og vexti, þar sem menning auðvaldsins aftur á móti
hjarir á margendurteknum viðfangsefnum í gömlu og
úreltu formi. Menning alþýðunnar fylgir eðlilegri, lif-
andi þróun, en menning auðvaldsins er orðin hemill á
aila þróun, stirðnuð og köld, óeðlileg og ósönn bæði
að uppistöðu og ytra gervi.
En þegar svo langt er komið þróuninni, að verka-
lýðurinn hefir sigrað í stjórnmálabaráttunni, þá stendur
hann ekki einangraður í nokkru landi. Þá fyrst streymir