Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 140
IÐUNN
Kirkjan og pjóðfélagið.
Viðhorf kirkjunnar til hinnar félagslegu próunar er
eitt af athyglisverðustu viðfangsefnum nútímans.
Flest það, sem um þessi mál hefir verið rætt og
ritað hér hin síðari ár, er, runnið undan rifjum jieirra
manna, sem beint eða óbeint eru í pjónustu kirkjunnar.
Ræður því af líkum, að sá málaflutningur hefir yfir-
ieitt verið nokkuð einhliða og sjónarinið kirkjunnar og
umboðsmanna hennar meira notuð en önnur við at-
hugun pessara mála.
Vonandi hneykslar pað því engan, þó að með eftirfar-
andi hugleiðingum verði leitast við að bregða Ijósi
yfir þessi mál frá annari hlið en hingað til hefir helzt
tíðkast. Svo verður hvert fyrirbrigði bezt skýrt og
skilið, að það sé skoðað frá sem flestum hliðum.
I.
Sú ásökun dynur jafnt og þétt á okkar borgaralega
þjóðfélagi, að það búi illa i haginn fyrir mestan hluta
þegna sinna. Pví er slegið föstu sem óhagganlegri stað-
reynd, að töluverður meirihluti þjóðarinnar búi við
fremur frumstæð lífskjör og sorglega margir við ægileg
sultarkjör.
En þótt þjóðfélagið sé nú svona kaldrifjað og harð-
brjósta, þegar um efnalega velferð þegnanna er að
ræða, verður því ekki borið hið sama á brýn um and-
lega eða sálarlega heill þeirra. Má þar af sjá, að
stjórnarvöld þjóðarinnar kunna réttilega að greina á
milli þess forgengilega og hins, sem óforgengilegt er.