Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 141
ÍÐUNN
Kirkjan og þjóðfélagið.
135
Stofnun sú, sem í umboði þjóðfélagsins annast sálna-
ræktina, er nefnd kristin kirkja — eða svo notað sé
orðalag stjórnarskrárinnar: evangelisk-lúthersk bjóð-
kirkja.
Starfsemi hennar er allvel skipulögð, enda á hún
nokkurra alda þróun að baki sér. En af því að það er
markmið þessara hugleiðinga að bregða ljósi yfir þessa
hluti eins og þeir eru í nútíð og líta út fyrir að verða
í náinni framtíð, fellur þróunarsaga kirkjunnar utan
]æss ramma, senr ritgerð þessari er markaður.
Viðskiftasaga kirkjunnar og einstaklingsins er í fám
orðum á þessa leið:
Þegar rnaður fæðist inn í þenna heim, er hann frels-
aður undan oki erfðasyndarinnar og valdi hins vonda
með því, að einhver af þjónum kirkjunnar dýfir fingrum
sínum í vatn og lætur nokkra dropa drjúpa á höfuð
hins ómálga borgara. Til minningar um þenna atburð
fær hann svo nafnið, sem hann ber upp frá því.
Þegar svo þegninn er kominn nokkuð til vits og ára,
svo að hann skilur nokkurn veginn einfalt mælt mál, læt-
ur þjóðfélagið kenna honum talsvert hrafl af goðsögnum
þeim og játningum, sem kirkjan byggir tilveru sína á.
Þetta er nefnd kristindómsfræðsla og þykir ákaflega
mikilsverður liður í uppeldi þegnsins — svo mikilsverð-
ur, að á því er talin velta ekki einungis gifta hans til
uð verða nýtur þegn, heldur líka örlög hans, er jarð-
lífinu lýkur. Að kristindómsfræðslan sé í lagi er og
talið mörgum sinnum mikilsverðara atriði en hitt, hvort
viðkomandi þegn hafi í sig og á. Til fullkomnunar og
löggildingar þessu fræðslustarfi er svo hinn uppvaxandi
horgari fenginn í hendur þjóni kirkjunnar til eins konar
þjálfunar um nokkurn tíma. Síðan er hann látinn játa