Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 142
136
Kirkjan og þjóðfélagið.
IÐUNN'
í heyranda hljóði trú sína á þau máttarvöld, sem
kirkjan hefir að bakhjarli.
Þegar þegninn hefir ákveðið að velja sér maka, telur
kirkjan sér nauðsyn á að löghelga það fyrirtæki. Þó er
hægt að eiga þau skifti við þjóðfélagið milliliðalaust, en
talið er hlessunarrikara, að kirkjan hafi milligöngu um
þá hluti.
Að lokum eru það ófrávíkjanleg réttindi kirkjunnar
að fá að kasta svolítilii agnarnóru af mold á likams-
leifar hvers einasta þjóðfélagsborgara að honum látnum.
Umboðsmenn kirkjunnar, sem eru kallaðir prestar,
hafa auk þess þann starfa á hendi að viðhalda þeirri
trú hjá þegnunum, sem þeim var innrætt í bernsku.
Þeir eiga að túlka þær kennisetningar, sem stofnunin
byggir tilveru sína á, og sjá um, að hver einföld sál
hafi þeirra not. I stuttu máli: Þeir eru meðaigangarar
milli þegnanna annars vegar og hinna ósýnilegu máttar-
valda hins vegar.
II.
Það er staðreynd, sem ekki verður um deiit, að enda
þótt kirkjan hafi svo góða aðstöðu sem verða má til
þess að ná tangarhaldi á huguin manna, þá er það eitt
augljósasta einkenni vorra tíma, að áhrif hennar fara
þverrandi ár frá ári. Þetta mun vera alment viðurkent,
jafnvel af þjónum kirkjunnar sjálfum. Hins vegar virðist
það vera í þoku fyrir þeim fiestum, af hverju þessi
fráhvarfs-ónáttúra fólksins stafi. Hafa margar orsakir
verið til nefndar — og sumar næsta barnalegar.
Ein orsökin — og ekki sú veigaminsta — er talin
sú, að hér hafi sprottið upp flokkur vondra manna og
guðlausra, sem geri það af illum hvötum, hrekkjum og