Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 145
ÍOUNN
Kirkjan og þjóðfélagið.
139
Þessi fyrirbrigði, sem gerast helzt í sambandi við
vaknandi kynferðislíf, eru að vísu nokkurt auka-atriði
sem skýring á hinni þverrandi trúarþörf. Sennilega
hefir þó þetta atriði, sem að vísu er hvorki bundið stað
né stundu, meira að segja hér en víða annars staðar
sökum þess, að þjóðin er tiltölulega nývöknuð upp frá
margra alda einangrun og frumstæðu lífi og jrví þyrst
mjög i þessa heims gæði.
En jafnhliða því, að hinn ungi borgari gleymir fróm-
um boðum kirkjunnar fyrir þessar sakir, eru hér
önnur öfl að verki og öllu drjúgvirkari.
Auðvaldsþróunin hefir komist á skrið hér á landi
hin síðari ár og sækir nú fram fullum krafti. Sam-
dráttur fjármagnsins hefir leitt af sér vaxandi stétta-
skiftingu hér eins og annars staðar.
Annars vegar hefir vaxið upp hástétt, sem að vísu er
fámenn, en lifir í „vellystingum praktuglega“, svo og
millistétt, sem er tiltölulega ánægð með sitt og reynir
eftir föngum að semja sig að siðum hástéttarinnar. Á
hinu leitinu öreigastétt, sem annað hvort verður að
sækja viðurværi sitt í greipar stóratvinnurekenda
(verkamenn) eða berjast látlaust við skuldir og vöntun
allra lífsþæginda (smábændur).
Þótt undarlegt kunni að virðast, sýna báðar þessar
andstæður tilhneigingu til að hallast á svipaða sveif í
viðhorfi sínu til trúmálanna.
Hástéttarmaðurinn og hinn áhyggjulausi miðstéttar-
maður gerast hvortveggi tómlátir um trúmál. Þeir eru
•að jafnaði sælir, ekki í „sínum frelsara" eins og Her-
kerlingarnar, heldur í þeim jarðnesku gæðum, sem
þeir hafa yfir að ráða. Þeim finst því, að þeir hafi í
raun og veru ekkert brúk íyrir trúarbrögð eða guð.
Hins vegar eru þeir öryrkjumenn, sem hafa skilið