Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 148
142
Kirkjan og þjóðfélagið.
iðunn
þýðir ekkert að vera alt af að þrástagast við það um
hluti, sem það kærir sig ekki um. Slík þrákelkni í mál-
flutningi hefir venjulega þveröfug áhrif við það, sem
ætlast er til.
Ef dæma má eftir orðum og athöfnum sumra hinna.
ráðandi manna kirkjunnar hin síðari ár, þá virðist
vera allmikil hreyfing innan hennar um það, að nú
verði annað hvort að duga eða drepast, að hefja verði
rösklega sókn til að vinna nýja markaði fyrir hina óút-
gengilegu framleiðslu kennilýðsins. Þetta er að vísu
virðingarverð viðleitni, en ]>ar sem hún gengur í ber-
högg við þróunina, sýnist hún fyrir fram dæmd til að
verða árangurslaus.
Og þó árar að sumu leyti vel fyrir kirkjunni. Hún
hefir nýlega, að því er bezt verður séð, náð á sitt vald
einu áhrifamesta áróðurstæki nútímans.
Það er Ríkisútuarpid.
Þó að þessi stofnun — útvarpið — hefði verið rekin
undir beinu eftirliti kirkjunnar, myndi hún tæplega
hafa beitt sér meir einhliða í þágu hennar en ]ægar
hefir sýnt sig. Líklega hafa ekki verið færðar skýrslur
um það, hve mikill hundraðshluti af dagskrárefni út-
varpsins sé helgaður kirkjunni beint og óbeint, enda
nokkuð af því þannig vaxið, að til álita getur komið,
hvar heirna eigi. En það hlýtur að vera há tala. Höf.
þessarar greinar gizkar á 20—30 o/0. Vitanlega tekur
hann til greina leiðréttingar þeirra, er bezt vita deili á:
þessum hlutum, ef fram koma.
Jafnframt gerir hann þá játningu, að þekking sú, er
hann hefir á kirkjunni, innræti hennar og vinnubrögð-
um, er að miklu leyti fengin gegnum útvarpið. Og ef
honum skyldi síðar meir verða borið það á brýn, að>
mynd sú, er hann bregður upp af kirkjunni, sé fjarrh