Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 150
144
Kirkjan og þjóðfélagið.
IÐUNN
áhrifa. Þeir, sem hafa kynst hugarþeli hennar og lífs-
viðhorfi, verða að draga í efa, að dálæti hennar á
kirkjunni stafi af vaxandi trúaráhuga.
V.
Fjármálaspekingar vorir, sumir hverir, halda því frarn
um þessar mundir, að gengi íslenzkrar krónu sé of
hátt. Þeir benda á það, máli sínu til sönnunar, að væri
krónan „látin vega sig“ á erlendum peningamarkaði,
myndi gengi hennar falla stórum og hið raunverulega
verðgildi koma í ljós.
Eitthvað svipað mun eiga sér stað um kirkjuna. Það
má ganga út frá pví sem vísu, að ef kirkjan fengi að
reyna á „kaupmátt" sinn óstudd, myndi „gengi“ hennar
lækka. Að minsta kosti yrði hún að skifta um vinnu-
brögð eigi ail-lítið, ef hún vildi halda því óbreyttu.
Búast má við, að einhverjum lesendum þessara hug-
leiðinga þyki hér kenna ærinnar gagnrýni í garð kirkj-
unnar og að ekki væri úr vegi, að eitthvað jákvætt
væri lagt til málanna, einhverjar tillögur bornar fram
málum þessum til úrlausnar. Til þess að spara mönnum
slíkar umkvartanir, skal hér varpað fram drögum að
slíkum tillögum.
í fyrsta lagi ber ríkinu að hætta öllum afskiftum af
málefnum kirkjunnar, bæði félagslegum og fjárhagsleg-
um. Þetta virðist því sjálfsagðara, sem kirkjan hefir
jafnan vanþakkað hinn sívaxandi stuðning ríkisvaldsins
og alt af talið, að illa væri ti! sín gert.
Fjárhagur ríkis og kirkju er nú tvinnaður saman á
ýmsa lund, og mun ærið vandaverk að greiða úr þeirri
flækju. En þegar þess er gætt, að fjármunir kirkjunnar
eru allir upphaflega frá þegnunum runnir, verður að