Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 151
IÐUNN
Kirkjan og pjóðfélagið.
145
gera þá kröfu til þjóðfélagsins, að það gæti eftir föng-
um hagsmuna sinna og þegnanna við þau skifti.
Tillaga þessi felur í sér fullan aðskilnað ríkis og
kirkju, sem eitt sinn var ofarlega á dagskrá með þjóð-
inni, en hefir nú legið í þagnargildi um nokkur ár.
1 öðru lagi ber ríkinu að leggja niður kristindóms-
fræðslu í barnaskólum, en taka þar upp í staðinn
kenslu í undirstöðuatriðum félagsfræði.
í þriðja lagi að leggja niður guðfræðideild háskólans,
en setja í stað þess á stofn deild fyrir uppeldisvísindi.
sem annaðist frainhaldsmentun kennara.
Ef til vill mun einhver segja, að með þessum og því-
líkum tillögum sé verið að búa kirkjunni banaráð. En
slík ummæli, ef fram koma, verða að eins skoðuð sem
yfirlýsing þess, að kirkjan geti ekki staðið á eigin
fótum.
Með þessum aðgerðum og öðrum, sem af þeim leiddu,
yrði gengið úr skugga um það, hvert hið raunverulega
„gengi“ kirkjunnar væri. Hún fengi þá að reyna sig
óstudd og gæti sýnt, hver þróttur býr með henni. Þeir,
sem áhuga hafa fyrir því, að kirkjan sé sæmilega haldin
„að vistum og klæðum", vildu vafalaust leggja eitthvað
af mörkum til þess að svo mætti verða. Starfssvið henn-
ar myndi ef til vill eitthvað þrengjast. Hún næði nú
einungis til þeirra, sem teldu sér það einhvers virði að
njóta þjónustu hennar. Aðrir yrðu lausir við afskifti
hennar. Þeir, sem kysu að verða aðnjótandi blessunar
hirkjunnar, mynduðu auðvitað með sér félagsskap, hlið-
stæðan búnaðarfélagsskap eða bindindisstarfsemi. Sá
íélagsskapur hefði siðan ráðunauta og boðbera í sinni
bjónustu. Það yrðu leifar hinna gömlu presta. Þessir
menn ferðuðust um landið, héldu guðsþjónustur, kendu
Iðunn XVII.
10