Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 152
146
Kirkjan og þjóðfélagið.
IÐUNN
og hugguðu hinn villuráfandi lýð og veittu honum alla
þá andlega þjónustu, er hann teldi sig þurfa.
Á öðru leiti kemur það til greina, að þegar breytingin
verður, sitja vitanlega prestar í flestum „brauðum“
landsins. Engum dettur í hug, að þjóðfélagið færi að
brjóta lög á þessum þegnum sínum. Má ganga út frá
því, að þeir verði á launum hjá ríkinu, unz þeir burt-
kallast kristilega og skaplega. Kæmi þá þessi agalega
breyting furðu hægt og rólega, því gera má ráð fyrir,
að hinir trúu þjónar kirkjunnar veittu henni þjónustu
sína á meðan þeim entist aldur og orka til, enda þótt
engin skylda hvíldi á þeim um slíkt, sem gæti að vísu
einnig komið til mála. En eftir að sú kynslóð presta,
sem uppi verður, jægar breytingin kemst á, hefir safn-
ast til feðra sinna, verður j>að algert einkamál trúaðra.
manna, hvert skipulag þeir kjósa sínum málum.
VI.
Svo mun alment litið á, að tvö séu þau megin-verk-
efni, sem kirkjan hefir með höndum: að bæta félagslif
manna, fegra það og göfga, og að viðhalda og útbreiða
trú á annað lif og æðri máttarvöld eða goðmögn.
Sjálf virðist kirkjan líta svo á, að hún ein hafi yfir
þessum viðfangsefnum að ráða; skoðanir annara eða
ályktanir komi þar ekki til greina. Það séu ófrávíkjanleg
forréttindi hennar að setja sér sjálfdæmi um þessa
hluti, sem þó taka á sig mynd náðarbrauðs og ölmusu-
gjafa, þegar þau eru túlkuð fyrir lýðnum. I slíkri rök-
færslu kemur fram hjá sumum kirkjunnar mönnum
einhver sá mesti hroki, sem þekkist á þessari jörð.
Um hið fyrra atriðið er nú það að segja, að afskifti
kirkjunnar af félagsmálum nútímans eru, vægast sagt,
óheppileg. Ekki nóg með það, að kirkjan hefir reynst