Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 153
IÐUNN
Kirkjan og pjóðfélagið.
147
þess ómáttug með öllu að ráða bót á þeim meinum,
sem eru að grafa undan þjóðskipulagi nútímans, heldur
hefir hún líka vikið inn á pá óhappabraut að gerast
málpípa þeirrar stéttar, sem hefir undirtökin í þeim fé-
lagslegu átökum, sem nú eiga sér stað — sumpart beint,.
með því að skipa sér í opinbera andstöðu gegn þeim
flokki manna, sem heyja verður harðasta baráttu fyrir
tilveru sinni, sumpart óbeint, með því að halda að
lýðnum þeim kenningum, sem gera hann deigan, ófram-
færinn og tómlátan um baráttuna fyrir bættum hag.
Þá er síðara atriðið — það hlutverk kirkjunnar að
viðhalda hjá fólkinu trú á annað líf og yfir-jarðnesk
máttarvöld.
Þetta atriði út af fyrir sig gæti virzt meinlaust, séð'
frá sjónarmiði samfélagsins. En sé þess hins vegar
gætt, að kirkjan hefir á öllum tímum misbeitt því valdi,
sem hún hefir náð yfir hugum fólksins með fulltingi
þessara kenninga, þá virðist lítil ástæða til að þakka
slíkan málaflutning eða verðlauna hann með því að
gefa kirkjunni aukin völd í þjóðfélaginu. Og sé þess
enn fremur gætt, að hún hefir lengst af haldið svo
klaufalega á þessum málum, að vitundin uin eilíft líf
hefir orðið fólkinu frekar til hrellingar en uppbygging-
ar, virðist ástæða til að ætla, að mál þessi séu betur
komin í varðveizlu frjálsrar hugsunar alls ahnennings
en undir einokun sérstakrar stofnunar.
Ef til vill rnunu einhverir ætla, að trú á æðri máttar-
völd og annað líf muni fjara út, ef kirkjan eða umboðs-
ntenn hennar hætta að hamra hana inn í fólkið eftir
skipun hins veraldlega valds.
Um slíkt verður vitanlega að fara eins og efni standai
til. Trú, sem á sér djúpar og eðlilegar rætur — við
hvað svo sem hún er tengd — þróast, vex og viðheld-