Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 157
IÐUNN
Eldhúsið og gestastofan.
Húsmóðirin hefir auga á hverjum fingri, þegar gesta
er von, pví hún veit, að „glögt er gestsaugað" og pví
gleggra sem það er heimskara. Pví það er heimskra
manna háttur að neyta athyglisgáfu sinnar til pess að
þefa uppi ýmsa smámuni, í stað þess að gera sér grein
fyrir aðstöðu sinni og annara. í pjóðfélaginu.
Húsfreyjan rennir fálka-augum sínum frá ljósakrón-
unni í loftinu og alt niður að loðdúksábreiðunni á gólf-
inu, sem er höfð til að safna ryki af fótum manna.
Engin er mæðan meiri í daglegu lífi frúarinnar en
það, er tignir gestir koma að óvörum. Eins og trú-
hneigðir Egyptar rendu augum í bæn til himinhnatt-
anna, horfir frúin örvæntingaraugum á gyltu skildina
tvo, sem hanga á veggnum, sinn hvorum megin við
dyrnar, og ætlaðir eru til að vera fægðir á föstudögum.
„Þetta var líkt henni frú Svíndal," tautar frúin í
gremju, „að láta mig ekkert vita fyr en í gær. Svo
mátti ég rífa mig á fætur í morgun rétt á eftir vinnu-
konunni, en samt er alt í öngþveiti og vitleysu enn. —
Hvað er þetta? Liggur þá ekki Alþýðublaðið á „buff-
etinu" — og ég lagði þó svo ríkt á við Rúnu að taka nú
til eins og manneskja. Rúna! Heyrið þér, Rúna!“
Frúin hlustar eftir fótataki stúlkunnar og verður heit-
ara í hamsi með hverju augnabliki. Alt hennar marg-
þætta hugarstríð safnast nú í réttláta reiði yfir skipu-
lagsleysinu á heiminum.
Góðlátleg stúlka kemur inn í stofuna. Frúin horfir á
hana eins og glæpamann.