Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 158
152
Eldhúsið og gestastofan.
IÐUNN
„Loksins komið þér! Sagði ég yður ekki að taka vel
til á buffetinu? Og svo er hér alt blindfult af blaða-
drasli."
Rúna roðnar dálítið. Hún er ekki veraldarvön. Svo
réttir hún út höndina eftir hinu útskúfaða Alþýðublaði.
En pá lyftir frúin hægri hönd sinni í virðulegri vand-
lætingu og segir:
„Það er líklega ekki betra nú en að reyna strax í
byrjun að ganga ekki um eins og bölvaður sóði. Ég get
tekið blaðið sjálf.“
Rúna þegir og veit ekki, hvort hún á að vera eða fara.
Málið er engan veginn útrætt af frúarinnar hálfu:
„Aldrei þýðir að áminna yður, Rúna mín! Það veit
jió sá, sem alt veit, að ég hefi reynt af veikunr mætti
að leiðbeina yður og gera úr yður manneskju."
Rúnu skilst nú, að frúin ætlast til að hún segi eitt-
hvað. En henni dettur bara ekkert í hug, sem geti átt
við.
„Hana nú!“ segir frúin, og umburðarlyndi hennar er
alveg á jrrotum. „Þér standið hér aðgerðalaus, þó að
alt sé komið í ótíma og vitleysu."
Rúna gengur til dyra.
„Hafið þér nokkurn tíma hitað kaffi? — Icunnið jrér
Jiað?“ kallar frúin á eftir henni.
„Ég hef oft hitað kaffi,“ svarar stúlkan stillilega og
heimskulega.
„Jæja,“ segir frúin, „lagið þér jrá drekkandi kaffi, en
verið jDér ekki að jrví í alla nótt.“
Tvær konur lötra niður götuna.
„Ó, ég geri Jiað nú meira fyrir siða sakir að heim-
sækja hana frú Sumarliðason,“ segir önnur. „Mér finst
hún svo óttalega mikil með sig og eitthvað vigtug.“