Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 159
IÐUNN
Eldhúsið og gestastofan.
153:
„Já, ég segi nú fyrir mína parta, að mér hefir alt af
leiðst hún. Hún hefir lítið lækkað seglin síðan hann
Jósep spilaði sig yfir um, parna þegar stjórnin eyði-
lagði Islandsbanka. Jósep er nú víst heldur að rétta við
aftur og nógar hefir hann vörurnar að græða á, og ekki
sér á vöntun á heimilinu því. Það er ekki langt síðan
að frúin bætti við sig tveimur hægindastólum, og nýjan.
pels hefir hún keypt sér.“
„Og ekki eru börnin,“ bætir hin við.
Konurnar slíta talinu í hæfilegri fjarlægð frá húsi
vinkonunnar.
Frú Sumarliðason hefir tæplega lokið tali sínu við
stúlkuna, þegar hljómur dyrabjöllunnar lyftir hug henn-
ar á æðra svið — upp til þeirra, sem ættstærri eru en
hún sjálf. Og frúin gleymir á svipstundu öllum þreng-
ingum sínum. Hún gengur til dyra.
„Sælar og blessaðar! Þið eruð sjaldséðir gestir hér.“
„Komdu blessuð, frú Sumarliðason!" svara gestirnir
báðir með sætu brosi. Svo ganga þær allar inn um
breiðar dyr gestrisninnar. —
Frúrnar líta rannsóknaraugum á alt, sem raðað hefir
verið á borðið. Húsmóðirin er komin í nýja kjólinn,
sem er gerður úr einhverri svo fágætri silkitegund, að-
algengt fólk kann ekki einu sinni að nefna það með
réttum framburði.
Húsbóndinn kemur inn ásamt tveimur gestum. Annar
þeirra er fremur ungur maður, dökkur á hörund og
stríðhærður, og ber sig djarfmannlega. Hann heitir Jón
■lóelsson og er einokunarkaupmaður í afskektu sjóþorpi,
en dvelur um tíma í bænum. Því er hvíslað, að hann.
i'áist við bruggun, en með því að slíkt er talið gróða-
vænlegt, óska allir þeir, sem skrifað hafa upp á víxla.