Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 160
'154
Eldhúsið og gestastofan.
IÐUNN
hans, af heilum hug, að þessi atvinnurekstur megi
blómgast sem bezt.
Eftir að gestirnir hafa heilsast dregur húsbóndinn upp
úr vasa sínum nýjan Fálka, og fólkinu verður nú skraf-
•drjúgt um hin mörgu andriku tíðindi, sem hann flytur
að venju.
„Finst ykkur ekki fallegar surnar sunnudagshugleið-
.ingarnar í Fáikanum?" segir önnur aðkomufrúin.
„Pví miður les ég þær ekki,“ ansar Jón Jóelsson. „Ég
■er annars hættur að lesa flestar bækur. Nú hugsa ég
•ekki um neitt annað en guðspekina."
„Þetta vil ég heyra,“ kallar frú Sumarliðason í
•óvæntri hrifningu.
„Ég hef bókstaflega ekki um annað hugsað, síðan ég
taiaði við yður um daginn," endurtekur Jón Jóelsson.
„Ó, gerið svo vel að nota ykkur pessar brauðskorpur,"
^segir frúin og lítur með veiþóknun yfir þær ellefu
tegundir af kaffibrauði, sem gestirnir eru að moða úr.
Svo snýr hún sér aftur að Jóni Jóelssyni, og þau rifja
■upp pað helzta úr síðustu heftum Ganglera og Morguns.
„Ekki veit ég hvernig peim manneskjum er farið, sem
forherða sig gegn öllum dulrænum áhrifum. Ég hef
upp á síðkastið orðið pess svo greinilega vör, að ósýni-
legar verur eru nálægt mér og veita til mín straumum
.af mildum og kærleiksríkum hugsunum. Mér skilst, að
pessir meistarar leggi svo mikið upp úr umburðarlyndi
■og pess háttar-----“
„Ég hef hugsað mér að láta hætta að borða kjöt á
heimili mínu,“ segir Jón Jóelsson. „Sjálfur hef ég
-ekki bragðað fuglakjöt petta ár.“
Húsmóðirin lætur í Ijós velpóknun sína, en hinum
frúnum finst pær vera staddar í guðshúsi á helgum
■degi.