Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 163
JÐUNN
Eldhúsið og gestastofan.
157
sjálfa sig. Pað er svo gaman að vera úti í góðu veðri.
Hún finnur, að hún muni glaðvakna.
Vesalings barn! Þú ert að leita að ljósi og yl. Hver
getur vítt þig, pótt þú skiljir dómgreindina eftir heima,
þegar ])ú leitar pangað, sem þú mætir vingjarnlegu við-
móti og finnur, að það er litið á þig eins og manneskju?
Dómgreind? Þú átt enga dómgreind. Þú skilur með
lijartanu. Þú ert svo ung.
Sennilega fer illa fyrir þér, en vel sé þeim, sem ekki
ber ábyrgðina.
Hún klæðir sig. í káþuna, og síðan mætir hún frúnni í
stiganum.
Þær hafa mæzt á einu þrepi lífsins. Önnur hefir að-
stöðu til að lýsa og leiða, en hún vill heldur hrinda.
Hin er leir, sem guð hefir blásið lífsanda í, en mannfé-
lagið á að móta — og mótar eftir sinni eigin afskræmis
mynd. Hvort það gerir hana að böðli eða þræli, því
ræður steinblind hending.
Frúin þegir. Hún veit, að Rúna er úti á hverju kvöldi
og oft langt fram á nótt. Vinkonur hennar hafa sömu
sögu að segja um sínar vinnukonur. Oft hafa þær átt
alvarlegar samræður um þetta. — „Ó, þær eru svo
óttalega taktlausar, þessar stelpur," hefir frú Svíndal
stundum sagt. Og það er hverju orði sannara, veit frúin.
Rúna fer leiðar sinnar. Frúin horfir á eftir henni,
gröm og hálf-hneyksluð, en annars með beztu samvizku.
Oddmj Guðmundsdóttir.