Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 164
ÍÐUNN
Orðið er laust.
[Iðunn mun öðru hvoru birta stuttar greinar undir þessarr
yfirskrift, og býður hún lesendum sinum orðið, þeim, cr
eitthvaö kynni að liggja á hjarta. Til þess að fyrirbyggja
misskilning skal það þegar tekið fram, að Iðunn, eða rit-
stjóri hennar, vill ekki Iáta eigna sér hverja þá skoðun,
sem fram kann að koma á þessum vettvangi. Gildir það
vitanlega um höfunda þessara greina — sem og aðra, er
í Iðunni rita — að þeir bera fram sínar eigin skoðanir,
sem oftsinnis geta farið mjög í bága við eða jafnvel.
verið andstæðar skoðunum ritstjórans. En slíkt kemur ckki
að sök, ef höfundarnir hafa eitthvað það að segja, er máli
skiftir, ef þeim ferst sæmilega úr hendi að segja það,.
stutt og gagnort, og ef þeir fara ekki í felur með nöfn sín.}
Söfnun örnefna.
Fimm ára áœtlun.
Söfnun örnefna er hugnæmt viðfangsefni fyrir hvern-
þjóðrækinn mann.
Það virðist nú vera að koma gleðileg hreyfing á þetta
mál. U. M. F. I. vöktu fyrst máls á því, og stungið var
upp á, að meðlimir félaganna önnuðust söfnunina, hver
í sínunr átthögum. En nú fyrir stuttu hefir Þorkell Jó-
hannesson meistari hafið hátt merki þessa máls, meðal
annars með því að flytja um það fróðlegt erindi i
útvarp.
Hvers virði er nú þessi örnefnasöfnun? spyrja menn.
Og þótt hér verði fátt um svör í því efni, býst ég við
að skáld vor og hugsjónamenn gætu gefið glæsileg svör
við þessari spurningu og hafi enda gert það óbeinlínis.