Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 165
IÖUNN
Orðið er laust.
159'
Þeir, sem hlýddu á erindi Þ. J., fengu par og góð og.
greið svör.
Það er mælt, að sannri menningu fylgi jafnan ræktar-
semi við fornar minjar og alt það, sem talar þöglu máli
um liðna tíma. Sannmentaður maður hefir venjulega
mætur á þeim vettvangi, sem faðir hans vann á, og
þeirri jörð, sem geymir sporin hans. Nú er því svo farið.
um örnefnin, að þau geta auðveldlega týnst um aldur
og æfi. Mér er ekki grunlaust um, að unglingar nútím-
ans þekki færri örnefni en sú kynslóð, sem nú er á létt-
asta skeiði, að ég ekki tali um þá kynslóð, sem nú er
óðum að hníga í valinn. Og orsökin til þess er ofboð
auðskilin, því smalagatan er miklu auðugri af örnefn-
um en skólagatan.
Við flutning fólksins stað úr stað má líka búast við
að mikið tapist af örnefnum, því vanalega þekkja menn
flest örnefni á æskustöðvum sínum. Aðflutt fólk lærir
að eins að kynnast þeim helztu. Flutningur fólksins
verður alt af nokkur, og óeðlilega mikill verður hann á
meðan við búum við það úrelta skipulag, að móðir vor
jörð gengur kaupum og sölum eins og varningur og
lendir oft í höndum fjársjúkra braskara.
Flestir geta víst orðið sammála um það, að gaman
væri að eiga örnefnaskrá frá átthögum sínum. Við lestur
Jarðabókar Árna Magnússonar hefi ég oft fundið til
þess, að mig langaði sárt að heyra meira frá þeim tíma
um kærar og kunnar stöðvar. Og allir þeir, sem aldir
oru upp til sveita, eiga einhverja slíka staði, því að
alt landið er helgað af ást þeirra, sem byggja það. —
I útvarpserindi sínu gat Þ. J. þess, að sendir mundu
verða menn út um land til örnefnasöfnunar. Að velja
Þé leið, að senda menn úr fjarlægum héruðum þessara
orinda, tel ég að bæði mundi verða dýrara og gefa