Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 167
IÐUNN
Orðið er laust.
161
næstu tímabil á undan. En hins vegar hefir komið út
feiknin öll af sögurusli, og furðar margan á því, að
slíkt skuli borga sig á þessum tímum. En það sanna er,
að þetta er furðu mikið keypt. Ég komst nýlega í bóka-
pakka, sem lestrarfélag eitt fékk sendan frá bókbindara
sinum. Ekki sást þar nokkur nýtileg bók, að mínu áliti,
heldur voru þetta eingöngu þýddar sögubækur eftir
óþekta eða ómerkilega höfunda. Par mátti sjá „Gapa-
stokkinn“, „Meistaraþjófinn" og margar álíka sögur.
Þetta varð til þess, að ég fór að velta því fyrir mér,
hvernig í ósköpunum gæti á því staðið, að þvílíkar bæk-
ur gengju út, en úrvalsbækur lægju í stöflum hjá bók-
sölum. Eftir því sem ég athugaði þetta lengur, sann-
færðist ég betur og betur um það, að orsökin liggur
fyrst og fremst í verði bókanna, enda hefi ég eigin
reynslu við að styðjast, þar sem ég hefi áður fyrri
nokkuð fengist við bóksölu. Kaupendur spyrja fyrst
og fremst eftir verði bókanna, og ef þær eru mjög dýr-
ar, verður efnalitlum manni það löngum á að taka
heldur ódýrari bókina en að kaupa ekki neitt.
Eins og öllum er kunnugt eru góðar bækur yfirleitt
dýrar hér í landi, og er orsökin sú, að útgefendurnir
«iga, eða telja sig eiga, svo fáa kaupendur vísa. Upp-
lagið er því jafnan haft heldur lítið, en bókin dýr, og
ú þetta alt að jafna sig. En frá sjónarmiði fátækrar al-
þýðu horfir þetta alt öðru vísi við. Góða og dýra bókin
kemur á þennan hátt engum að notum nema efnafólk-
inu, þvi fólkinu, sem kannske hefir hennar sízt þörf.
En fátæk alþýðan verður að láta sér nægja ódýru og
lélegu bækurnar, þrátt fyrir það, þó þar sé mest löng-
unin og þörfin eftir andlegu góðgæti, ef svo mætti
•segja.
Margir hafa velt þessu fyrir sér og spurt, hvort engin
Iðunn XVII.
11