Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 168
162
Orðið er laust.
IÐUNN
ráð séu til að bæta úr þessu. Jú, vafalaust er hægt að
benda á ráð, þó óvíst sé, að útgefendurnir vilji fallast
á það. Mundi ekki vera hyggilegra að hafa upplagið
stærra, en selja bækurnar með betra veröi?
Þó þessi spurning kunni að þykja grunnfærnisleg í
fljótu bragði, er hún þó þess verð að athuga hana ofur-
lítið nánar, og er þá glegst að benda á einstakar bækur
í þessu sambandi.
Skólabækur eru yfirleitt óheyrilega dýrar. Þetta er
alveg óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt, með því að engim
sala er eins viss og þessi. Skólabækurnar þurfa nemend-
urnir alt af að kaupa, hvort sem þær eru dýrar eða
ekki, svo hér er( i raun réttri um okur að ræða. Hins.
vegar er fullvíst, að skólabækur seldust meira, ef þær
væru ódýrari. Þegar þær eru dýrar, mun all-algengt i
skólum, að 2 eða fleiri nemendur slá sér saman um eina
bók, þó oft séu að því mikil óþægindi fyrir eigendurna.
En sé bókin ódýr, er það algengast, að hver eigi sína
bók. Þar af leiðandi er það tvísýnn hagnaður fyrir út-
gefendurna að setja hátt verð á bókina.
Á síðustu árum hefir Búnaðarfélag íslands gefið út
nokkuð af kenslubókum handa bændaskólum, og má
segja um þær allar undantekningarlaust, að þær eru
dýrar, og sumar rándýrar. En hins vegar hefir upplagið
verið lítið, að eins 1000 eint., af þeim flestum að minsta
kosti. Nemendur við bændaskólana, sem nú fer stöð-
ugt fækkandi, neyðast til að kaupa þessar bækur, em
bændur út um land hafa fæstir efni á þvi, og veit ég
þó um margan, sem gjarna vildi kaupa þessi rit, og;
keypti þau eflaust, ef verðið væri lægra. Fóðurfræði
Halldórs á Hvanneyri var t. d. gefin út í 1000 eint., og
kostar hvert eint. kr. 12,00. Hefði ekki verið hyggilegra
að gefa hana út í 2000 eint. og selja hvert á kr. 7,00?