Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 169
IÐUNN
Orðið er laust.
163
Ég hefi borið þetta undir mann, sem hefir fengist við
útgáfu bóka og sjálfur er prentsmiðjustjóri, og hefir
hann sannfært mig um, að þessi tilgáta mín sé á rök-
um bygð. — Theodór Arnbjörnsson hefir skrifað bók
um hesta, sem hestavinir flestir vildu gjarna eignast.
En ég jiekki ekki einn einasta, sem hefir treyst sér til
að kaupa hana, svo dýr sem hún er. Margt mætti um
þessa bókaútgáfu Búnaðarfél. segja, því svo mikil óá-
nægja er meðal bænda með hana, en þó skal á þessum
vettvangi ekki fleira sagt.
Þá skal með fáum orðum minst á aðra bók. Þegar
Stefán heitinn skólameistari skrifaði Flóru Islands, mun
þeirri bók hafa verið fagnað meira um land alt en dæmi
eru til um vísindarit. Þegar frá leið, var hún með öllu
ófáanleg, og biðu margir með óþreyju eftir nýrri út-
gáfu. En vonirnar brugðust ónotalega, þá loksins að
hókin kom út. Hún kostaði hvorki meira né minna en
kr. 12,00, svo fæstir höfðu efni á því að kaupa hana.
Með þessu hefir hinum ágæta höfundi ekki verið gerður
neinn greiði, eða minningu hans sýnd viðeigandi virð-
>>ig. Það bendir margt til þess, að hefði Flóra verið seld
á 4 til 6 krónur, þá væri hún nú til á öðruhvoru sveita-
heimili í landinu. En með því verði, sem á henni er nú,
geta að eins hinir efnaðri borgarar veitt sér þá ánægju
að kaupa hana.
Þá ætla ég að benda á þriðja og síðasta dæmið.
Eyrir nokkrum árunt kom út Ritsafn eftir Þorgils.
Gjallanda, I. bindi. Bókhlöðuverð var kr. 10,00, sem er
svo hátt verð, að bókin náði ekki þeirri útbreiðslu, sem
hún átti skilið, enda hefir ekkert komið út af þessu safni
siðan. Þorgils Gjallandi var svo vinsæll rithöfundur
•neðal alþýðu, að fáir munu hafa náð slíkri hylli sem
hann. Má það því teljast stórskaði, að ekki var hægt að