Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 170
164
Orðið er laust.
IÐUNN
halda áfram útgáfu þessa ritsafns, þar sem enn eru
óprentaðar sögur til í handritum eftir hann. En petta
hefði aldrei komið fyrir, ef I. bindið hefði verið selt
nógu ódýrt.
Það er vandaiaust að sýna fram á það, að á undan-
förnum árum hafa flestir bókaútgefendur gert almenn-
ingi og jafnframt sjálfum sér stórskaða með því að
hafa bækurnar of dýrar, en þetta mun stafa af skorti á
bjartsýni, skorti á trú á alþýðuna og þá um Ieið skorti
á trú á þjóðina í heild.
Þetta hefir haft þær afleiðingar, að núna, síðan krepp-
an skall á, hefir verið mun minna gefið út af góðum
bókum en á jafnlöngum tíma á árunum 1922 til 1930.
(Árin 1914 til 1922 tel ég ekki rétt að taka til saman-
burðar, af ástæðum, sem öllum eru kunnar.) Og þessar
fáu ágætisbækur, sem komið hafa út síðustu 2—3 árin,
hafa verið svo óheyrilega dýrar, að almenningur (til
sveita að minsta kosti) hefir farið að mestu eða öllu á
mis við þá fjársjóðu, er slíkar bókmentir hafa að geyma.
Þetta verð ég að telja hreint og beint háskalegt, og er
ilt til þess að vita, að sjálfur Menningarsjóður, sem hef-
ir gefið út nokkuð af bókum, skuli ganga þarna á und-
an og setja svo hátt verð á bækur sínar, að fátæk al-
,þýða hefir ekki efni á að kaupa þær, hversu góðar sem
þær eru. Það má þó ekki skilja orð mín svo, að ég álíti
allar bækur Menningarsjóðs þess virði að verða al-
menningseign. T. d. má benda á bókina „Á Islandsmið-
um“. Ég hygg, að flestir hafi hent henni frá sér með
ólund, eftir að hafa lesið hana.
Það mun verða bent á það af þeim, sem ekki eru
■sömu skoðunar og ég, að það beri ekki vott um þroska
hjá alþýðu að kaupa lélegt sögurusl, þó ódýrt sé, á
þessum krepputímum. Og þar að auki er ekki alt af