Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 171
IÐUNN
Oröið er laust.
165
svo, að söguruslið sé tiltakanlega ódýrt. Þetta er alveg
rétt. En ég hefi reynslu fyrir því, að komi maður til
bóksala með 4 kr. og ætli að kaupa góða bók, sem hon-
um er sagt að kosti 8 kr., þá kaupir hann heldur ein-
hverja aðra lélegri, sem kostar 4 kr., heldur en að fara
bókarlaus, og verður hann þar með alveg af góðu
bókinni.
Það er talið að yfirstandandi kreppa færi oss heim
ýms mildlsvarðandi sannindi, sem áður voru oss hulinn
leyndardómur, og bendi oss á staðreyndir, sem áður
voru með öllu ókunnar. Það væri mikilsvert, ef þessi
fámenna og fátæka þjóð lærði þá um leið að hagnýta í
framtíðinni eitthvað af þeini lærdómum, sem við erum
nú að kaupa svo dýru verði, og væri vel, ef alþýða
mætti vænta ódýrari bóka, þegar þjóðin er stigin úr eld-
raun kreppunnar.
Benjamm Sigvaldason.
Um rímnakveðskap.
Sú var tíðin, að Islendingar voru sönglaus þjóð. Á
niðurlægingaröldum þjóðarinnar var ekki nóg með það,
að hún væri að miklu leyti hljóðfæralaus og bókalaus
um alt, er að söngment laut, heldur var svo komið um
skeið, að meðfædd raddfegurð hins norræna kynstofns
var að úrkynjast hér fyrir æfingarleysi og ræktarleysi.
— íslendingar voru að verða ljótir í málinu. Það eimir
enn eftir í vissum héruðum landsins af ámátlegum tón
í raddbeitingu, hvenær, sem lesa skal eða syngja.
En jafnvel við hin erfiðustu lífskjör unir mannsand-
úip því ekki að gefa upp ágæti sitt baráttulaust. ís-
lendingar þrjózkuðust við það í lengstu lög að verða