Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 172
166
Orðið er laust.
IÐUNN
raddlausir menn eða raddljótir. —- í hljóðfæraleysinu,
bókaieysinu, einangruninni, kuldanum og myrkrinu
fundu þeir upp á einu bjargarráði, að róa frani í gráðið
tii þess að halda á sér hita og rauia fyrir munni sér
ferskeyílurnar, sem þeir höfðu gert, þegar vei lá á þeim
og þeir áttu brennivínstár frá einokunarkaupmanninunt.
Þeir rauiuðu með sjálfgerðum lögum, eftir sjálfgerðum
lögmálum hins fákunnandi manns, sem fyrst og fremst
er að halda á sér hita og gleyma ekki vísunum sínum.
Þannig urðu rímnastemmurnar til.
Það liggur í hlutarins eðli, að ekki þarf orðum að
eyða að tónlistargildi þessara einföldu söngva, þar sem
það eitt skifti máli, að finna nokkurn veginn færan tóna-
feril til þess að hafa yfir rímað efni, sem manni var
miklu kærara heldur en lagið, sem að lokum er notað
til þess að bera það fram. Þessa sér hvarvetna vott í
rímnalögunum. Þau eru með ringjum og hnykkjum, seim
og draganda, tóntegundalaus, eða þá í mörgum tónteg-
undum. Alt hefir eins og áður er sagt miðað að því
einu, að skapa færan tónaferil til þess að hafa orðin
nokkru skörulegar yfir eri í mæltu máli. Af þessu leiðir
það ineðal annars, að það er fullkominn ógerningur að
raddsetja eitt einasta rímnalag nema því að eins að
sníða það upp eftir viðurkendum lögmálum hljómlistar
með þeim árangri, að viðkomandi tónskáld þarf þá
venjulega að útskýra það fyrir manni með löngum for-
mála, hvaða rímnalag ]iað sé. Þetta kom greinilega
fi'am í meðferð Jóns Leifs á rímnalögum í útvarpinu
í vetur.
En þótt Island liggi langt frá öðrum löndum, þá kom
þar þó um síðir, að mönnum gafst kostur á betri tón-
list en rímnalögunum. Hin almenna viðreisnarstarfsemi
á Islandi greiðir fyrir kynnum við útlenda listmenningu