Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 173
IÐUNN
Orðið er laust.
167
bæði í tónlist og bókmentum; vaknandi sjálfsbjargar-
hvöt og metnaður íslendinga skapar bætt húsakynni,
tryggari efnahag og önnur skilyrði, sem til pess þarf
að njóta menningarlegra verðmæta. Sem betur fór, var
allur porri manna ekki lengur knúinn til pess að rorra
fram í gráðið í köldum og myrkum húsum og raula
tónlistarlega vitleysu. Menn tóku að eignast hljóðfæri,
nótnabækur, söngfræðibækur. Fleiri og fleiri fóru utan,
heyrðu ágæta tónlist og lærðu að unna henni. fslend-
ingar voru að nálgast það að þurfa ekki að verða eftir-
bátar annara þjóða um að heyra og njóta tónlistar. Og
hér fór að sjást vottur pess, að íslenzk tónlist væri
að myndast. Við eignumst tónskáld, lagasmiði fyrst, en
síðan menn, sem kunnáttu hafa og hæfileika til pess að
rita fjölþættari tónverk.
Bæði í bókmenningunni og tónlistinni höfum við
pannig tvímælalaust vaxið upp úr hinum úreltu formum
liðinna alda. Frá pví, er Jónas Hallgrímsson reit hinn
nafnkunna ritdóm sinn um Tistransrímur í Fjölni, hefir
enginn hugsandi islendingur gengið að pví gruflandi,
hvar skipa ætti slíkum ritum sess í bókmentum. En pví
miður hefir enginn ineðal íslenzkra tónmentarmanna
unnið sams konar pjóðþrifaverk að pví er snertir rímna-
lögin, og pað er svo langt frá pví, að pað er ekki trútt
um, að jafnvel hinir lærðustu og þeir, sem gera kröfur
til að vera taldir að hafa mesta reynslu, bafa á síðari
árum tekið upp jiann óvinafagnað að hæla rímnalögun-
um og rímnakveðskapnum. Ymist er petta gert til
pess að koma sér í mjúkinn hjá almenningsálitinu eða
af einhverju tilfinningadekri við pað, sem þjöðlegt er.
En petta er stór-háskalegt, og væri pessum mönnum
miklu parfara verk að fræða almenning rækilega um
tónlistarlegan vesaldóm rímnalaganna og smekkleysi