Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 174
168
Orðið er laust.
IÐUNN
það og apaskap, sem fram kemur í f»ví að vilja halcia
dauðahaldi í Jressar fortíðarleifar, þegar nóg og betra er
á boðstólum. Og pað er meira en sorglegt, pegar söng-
mentaðir menn, sem almenningur treystir urn smekkvisi,
bregðast hlutverki sínu svo, að hampa hégómanum.
Nú má segja sem svo, að þetta hafi lítið sakað, á
meðan við vorum þannig sett á íslandi, að heimurinn
heyrði ekki til okkar. Rímnagaulið varð þá ekki annað
en þjáning, sem hinir smekkvísari meðal landsins barna
urðu að þola þegjandi. En í þessu sem öðru hefir stór
breyting orðið á síðan útvarpið tók til starfa. Islenzka
útvarpið heyrist furðu vel í öðrum löndum ýmsum, og
um höfin kringum ísland siglir fjöidi skipa með aragrúa.
farþega og starfsmanna, og eins og kunnugt er, er alla-
jafna mikið hlustað á útvarp á sjó. — íslenzka út-
varpið hefir því getið sér álit og vinsældir meðal
þessara útlendu hlustenda. Það hefir þótt á því menn-
ingar- og myndar-bragur, að undanteknu þessu eina,
að öðru hvoru skuli heyrast í útvarpinu söngur, svo
framúrskarandi ámátlegur, og lög, sem frá tónlistar-
legu sjónarmiði er svo afskaplega ábótavant. Þetta hefir
beinlínis orðið til þess, að hvað eftir annað hafa ment-
aðir útlendir hlustendur hrokkið' í kút og litið hver á
annan, og það gæti verið holt fyrir þjóðarmetnað is-
lendinga að vita það, að meðal brezkra fiskimanna hefir
rímnakveðskapurinn hlotið nafnið „vitlausi maðurinn í
útvarpinu" (the lunatic in the radio). Orðtækið skýrir
sig sjálft; mönnum getur ekki komið til hugar annað en
að eitthvert slys hafi orðið, þegar slíkar útsendingar eiga.
sér stað. Annar Englendingur, sem heyrði rímnakveð-
skap, tók svo til orða: „Svona held ég að jafnvel ó.g
gæti sungið, ef ég væri búinn að fá wiský-löggina mína.
vel útilátna."