Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 175
IÐUNN
Orðið er laust.
169'
Nú er ekki hér með sagt, að rímnalögin kunni ekki að
hafa eitthvert tónlistargildi sem listrænt hráefni og
enn fremur gildi sem sögulegt minnismerki, því það'
hafa negrasöngvar og villimannatónlist líka. En það er
að hafa algerlega endaskifti á hlutunum að gera ráð
fyrir, að það gildi sé í því fólgið að láta algerlega ó-
söngmentaða menn hafa þetta yfir og útvarpa því svO'
um víða veröld. Með allri virðingu fyrir þeim kvæða-
mönnum vorum, sem kveðið hafa í útvarpið, þá verður
það að segjast í eitt skifti fyrir öll, að enginn þeirra
hefir svo að segja nokkra kunnáttu í söng, að helming-
urinn af röddunum er meira en í meðallagi ljótur
og hinar varnarlausar vegna þess afkáraskaps, sem
rímunum er meðfæddur og allri þeirra meðferð. Nú er.
sem betur fer, svo komið, að minsta kosti hverjum þeim
íslendingi, sem á útvarp hlustar, gefst daglega kostur
á að heyra úrvals-tónlist. Það sýnir betur en nokkuð'
annað, hvað framúrskarandi langt við höfum verið í.
þessum efnum á eftir öðrum þjóðum, að enn er fólk að
sperrast við að tala með fyrirlitningu um grammófón
hér á landi. Sannleikurinn er þó sá, að ekkert af þeirri.
tónlist, sem islendingar hafa heyrt öldum saman, kemst
í hálfkvisti að fegurð við það, sem svo að segja dag-
lega er verið að leika á grammófón í útvarpinu og út-
varpað. Ef sú tónlist á það skilið með réttu að vera.
kölluð garg, þá er afar-vandfundið orð í málinu yfir
það, sem hér er venjulega kallaður söngur, hvað þái
heldur yfir rímnakveðskapinn. Hann heyrir til annari.
öld og öðrum ástæðum. Engri lifandi konu dettur nú
í hug að ganga í svellþykkum togsokkum. Einu sinni.
var það þó einhver sá bezti fótabúnaður, sem fólk átti
kost á. Það er jafn-afkáralegt að syngja rímur nú á.
tímum eins og að ganga í togsokkum, klæðast ein-