Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 176
170
Orðið er laust.
IÐUNN
skeftuvaðmáli næst sér eða taka upp aðra háttu, sem
þróunin og ástæðurnar hafa löngu dæmt til dauða. Hið
sjálfsagða markmið á að vera að hlynna svo að ís-
lenzkri nútímatónlist og öllum flutningi hennar, að
það geti orðið okkur til sóma. Rímurnar og rímnalögin
■ eiga hvergi heima nema í söfnunum og vinnustofum
fræðimannanna. Gömlu moldarbæirnir, gömlu húsgögn-
in, gamli fatnaðurinn, gamla hjátrúin og sóðaskapurinn,
gömlu rímurnar og rímnalögin, alt tilheyrir þetta til
samans fortíðinni, og er engin ástæða til að viðhalda
einu öðru fremur. En hitt liggur í hlutarins eðli, að
■ eins og nota ber pað, sem nothæft kynni að vera í
húsagerð og byggingum, eins ber að nota þau örfáu
leiftur af ósvikinni tónlist, sem finnast kunna í öllu
rímnagaulinu. En þess verður miskunnarlaust að krefj-
ast, að þetta sé umskapað og steypt upp af kunnáttu-
mönnum eftir lögum nútímalistar. Pá fyrst er það fram-
bærilegt. Dagar holtaþokuvælsins og hins ámátlega
kveðskapar eru liðnir, og íslendingar búnir að eignast
skilyrði til þess, í fyrsta sinn í sögu sinni, að verða
.söngelsk og söngmentuð þjóð. Og engin misskilin rækt-
arsemi eða merkilegheit af hálfu rímnagaularanna mega
verða þess valdandi að stöðva eða varpa rýrð á þá
.þróun.
G. R.