Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 178
172
Bækur.
IÐUNN
um íslenzkt mál, maðurinn sá, og grunur minn, að hann
kunni ekkert í því, sem heitið geti. Loks hefir Snæbjörn
tekið af forinálahöfundi nr. 1 það ómak að „kryfja" sög-
una, — „því það hugðnæma verk hefir hann sjálfur vel af'
hendi leyst.“ McGill virðist gera eitthvað svipaðar kröfur
uin gagnrýni eins og um meðferð íslenzks máls.
En þannig vottorðaður og uppáskrifaður í bak og fyrir
hefur Snæbjörn að „kryfja". Og þar er nú ekki smátt
skamtað smjörið. Bókin virðist hafa verið áhugamál hans
og óskadraumur framan úr æsku. Loks eignast hann bókina
og les. „Sá lestur var þannig, að ég teygaði eins og þyrstur
göngumaður, sem legst niður við tæra berglind á vegi sín-
um.“ Hann væntir þess, að persónur bókarinnar verði með-
sér „þann spöl, sem enn kann að vera ógenginn". Og þó
að þær birtust honum íklæddar holdi og blóði, þá er hann
ekki viss um, að hann mundi strax átta sig á þvi, „að sú
sýn væri neitt undarleg". Maður skyldi ætla, að hér væri
hvorki um meira né minna að ræða en sjálft hið bókmenta-
lega undur. En það fyllir mig persónulega meðaumkunar-
blandinni óhugð að lesa þessi orð, þegar ég hugsa til þess„
að öllu forskrúfaðri og sann-leiðinlegri manneskjur en
þessar sömu persónur minnist ég ekki að hafa rekist á.
um mína daga, hvorki í riti né reynd.
En Einar H. Kvaran er bersýnilega á öðru máli um
þetta: „Bókin er prýðilega þýdd, og þess væri óskandL
að þýðandinn sæi sér fært að auðga oss að fleiri snildar-
ritum Englendinga." Prýðileg þýðing! Snildarrit! Einhvern
veginn grunar mig, þrátt fyrir þessi orð hins virðulega
höfundar, sem gera má ráð fyrir að standi útgefandanum
i alt að jarðarverði, að jafn-tungumjúkur maður og Einar
H. Kvaran myndi skyrpa sumum setningum Snæbjarnar út
úr sér sem hálfgerðu hrati, ef hann aðgætti þetta betur.
Að minsta kosti hefir hann alveg neitað sér um að hressa
upp á málið á sínum eigin bókum með sams konar stíl-
blómum. Þetta myndi Alexander McGill vafalaust skýra
með þvi, að í „ófimari höndum" en Snæbjarnar hljóti
nokkuð af þessari íþrótt að glatast. En ég skýri það á þá
lund, að gamli maðurinn hafi skrifað þetta fyrir bölvað
ekki sen nudd úr einhverjum kunningja og að lítt athuguðu
máli. Ef til vill að eins til þess að hafa frið.