Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 180
174
Bækur.
IÐUNNJ
prenta alt það symlaregistur. Þetta er það, sem Einar H..
Kvaran ljær nafn sitt undir að kalla prýðilega þýðingu.
Því miður er vist ekki svo vel hans vegna, að nafninu sé
stolið. Hitt skiftir minnu, hvað reyfari, eins og McQilJ.
lítur út fyrir að vera, segir um þetta mál.
Og svo er bókin sjálf, „listaverkið". Þar um er ekki nema
eitt að segja þegar í stað. Sagan er ósköp nauða-ómerkileg
og smíðuð af fullkomnum vanefnum. Fólkið er móðursjúkur,
enskur hástóltalýður, fullur af ónáttúru og apaskap, eins og
títt er um heilsulausa yðjuleysingja af engilsaxneskum kyn-
stofni. Og svo er bókin hund-gamaldags, þó hún sé ekki
nema eitthvað 40 ára gömul, að bæði höfundurinn sjálfur
og i)ersónurnar eru að rifna af belgingi yfir öðrum eins
nýstárleik eins og því, að það gutlar við Ijósmyndatöku,.
kvenfrelsi og jafnaðarstefnu.
Þegar svo loks að einhverjar ])vergirðingslegar ástir
hafa að nafninu til tekist með Óviðfeldna manninum og
Bernardinu eftir ógn af hjákátlegum örðugleikum, sem
þau búa sér til með þursaskap sínum og ónáttúru, þá
hefir höfundurinn ekki annað ráð en að klussa Bernardínu
undir vagn (umferðaslys í London þá ca. 11 o/o við það,
sem er nú), annað hvort af því, að hún hefir ekki unt
marmtetrinu ekki girnilegri konu, eða þá að hún hefir
fundið á sér, að sanrbúðin myndi verða bæði höfundi og
þein) til háðungar, sem enginn skynbær lesandi efast um.
Að minsta kosti eru þessi sögulok að öðrum kosti alveg
út í bláinn.
Rétt er að geta þess, að mér tjáir skilorður maður, sem
að vísu er ekki löggiltur dómtúlku'r í ensku, að sagan sé
ekki ólaglega sögð á frunrmálinu, þó að þess sjái litinn
vott í þýðingunni. Málið hafi á ensku hæfilegt ívaf af kven-
legri tildursemi til þess að gera bókina gómtama hinum
rómantíska og raunfjarra æskulýð fyrirstriðsáranna meðal
millistéttar Englands. Og í þessari Paradís hefðar og hé-
gómaskapar í umgengni manns og konu gat það verið dá-
lítið nýstárlegt fyrir 40 árum, að kona greiddi sjálf fyrir
sig veitingar og far, þó að í fylgd væri með karlmanni.
En ég er anzi hræddur um, að unga fólkið í Englandi nú,
sem bókstaflega ætti þess ekki kost að vera saman nema sá
jöfnuður komi til, brosi að öllum belgingi yfir þessu, sem