Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 181
IÐUNN
Bækur.
175 •
nauðsynin hefir gert að almennri hversdagsveniu fyrir meira
en fimtán árum. Og svo mun pað einnig orðið hér og um
öll Norðurlönd, nema ef til vill meðal ómentuöustu eyðslu-
klónna í höfuðstað Islands, sem enn eru að apa hálfrar
aldar gamlan Kaupmannahafnarmóð.
Ef ég ætti að umskrifa og færa til sannara máls aug-
lýsingaklausuna, sem tilfærð er hér að framan, mundi ég
orða hana eitthvað á þessa leið:
„Skip, sem mætast á nóttu“. í íslenzkri þýðingu með þ
— sex forspjöllum. — I upphafi dálagleg hversdags-
skáldsaga annars flokks. Nú og héðan af ólæknandi gamal-
dags. 1 afleitri þýðingu eftir Snæbjörn Jónsson, með áhyrgð
Alexanders McQill í fyrir og Einars H. Kvaran á bak.
Ritað á Kóngsbænadag 1933.
Jónas Jónsson
frá Efstabæ.
Alhs. Rétt þykir að taka það fram, að þessi bók var ekki
send Iðunni til umsagnar. En ritdómarinn er svo pennafær
og skemtilega hispurslaus í máli, að sjálfsagt þótti að ljá
honum rúm.
Sig. B. Gröndal: B áru j ár n .
Sögur. Rvík 1932.
Sigurður B. Gröndal er nýr maður á sviði sagnagerðar,
þótt hann hafi áður gefið út ljóðabók. Söguefni sín tekur
hann úr Reykjavikurlífinu í dag, enda mun hann upprunninn
hér. Þegar getið var nokkurra nýgræðinga í síðasta hefti,
var hann ekki tekinn með af þeirri ástæðu, að þá hafði
Iðunni ekki enn borist bók hans.
Það er ávalt dálítið spanandi að fá upp í hendurnar
nýjan höfund. Hvað skyldi hann hafa að fara með? Ætli
Það sé ómaksins vert að kynnast honuin? Með forvitni
opnar maður bókina og byrjar að lesa. Og satt að segja
lítur ekki vænlega út um það, lengi vel, að ómakið muni
borga sig. Maður les hverja söguna á fætur annari og getur
ekki leynt sjálfan sig þvi, að þær eru hver annari ómerki-
legri. „Kreptir hnefar" er reyfarakend og ótrúleg, hin fé-
lagslega ádeila hittir einhvern veginn ekki markið, persón-
urnar lifa ekki. Sama er að segja um „Fauska". „Sokka-
bandið“ er laust riss una eiginlega ekkert efni, og auk þess