Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 182
176
Bækur.
ÍÐUNN
-veit lesandinn ekki, hvert höf. er að fara. Svipuðu máli
•gegnir um „Brot“. „Morgunn á hafinu" er svo ungæðislega
-dramatísk, að hún ætti helzt að vera skrifuð af dreng á
fermingaraldri.
Þegar hér er komið, er maður búinn að fá nóg í bili og
'leggur frá sér bókina. Svo Iíða nokkrir dagar, nokkrar
vikur. Og nú dregur að því hörmunganna augnabliki, er
setjarinn hefir lokið við hið síðasta handrit og heimtar
meira. Samvizka ritdómarans, sem annars er ekki tiltakan-
lega svefnstygg, hrekkur upp með andfælum. Er nokkuð
hægt að segja um þenna skratta? En það var satt: bókin
*er ekki enn nema hálflesin. Og i þessu kasti óljúfrar skyldu-
rækni leyfir manns betri maður ekki að láta móðan mása
; um ólesið efni. Svo er þá ekki um annað að gera en að
grafa fram bókina og setjast að lestri á ný.
En þá kemur það upp úr kafinu, að maður átti það
.skársta eftir. Þrjár síðustu sögurnar í bókinni eru mun
betri en þær fyrri. „Spilakvöldið" er skopmynd úr heim-
ilislífi smáborgarans, að vísu lieldur veigalítil, en ekki ólag-
lega gerð. Talsvert betri er „Ein af átján“ — um ungu
stúlkuna, sem flyzt til Reykjavíkur, lendir í æfintýri strax á
leiðinni þangað og heillast síðan gersamlega af glæsileik
borgarlífsins, sem hefir þó alt annað en glæsileg örlög að
bjóða henni. Þessi saga nálgast það að vera góð. Síðasta
sagan, „Rauðar varir“, hefir líka nokkuð til síns ágætis,
þótt þar slái að vísu út í fyrir höf. sums staðar. Samræð-
urnar á heimili foreldra Svanhildar eru ekki alt af sem eðli-
legastar, og óþarfi finst manni það að láta stúlkutetrið farg
að stytta sér aldur á eitri. Kemur þar enn fram sá ungæðis-
háttur, sem seilist um of eftir sterkum litum og dramatísk-
um leikslokum.
Sig. B. Gröndal vill vera „socialt" skáld. Við því er ekki
nema gott að segja út af fyrir sig. En því mega hin ungu
skáld ekki gleyina, að félagsleg ádeila eða áróður ein saman
geta ekki bjargað þeim eða gert framleiðslu þeirra að verð-
mætum skáldskap. Listhæfni í meðferð efnis, kunnátta í
byggingartækni sögu eða kvæðis, gáfa til að móta persónur
■ og láta þær lifa — ef þessi skilyrði brestur, þá verður
líka hinn félagslegi uinbótavilji magnlaus til áhrifa á þessu
.sviði og ádeilan fellur dauð til jarðar. Á. H.