Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 9
Gagnrýni dómsúrlausna 3 fyrir augum, sýnist vafi mega leika á um niðurstöðu eða rök til hennar. Gerumst við þá til þess að reifa mál með öðrum hætti, reynum að finna rök til annarrar niðurstöðu að einhverju eða öllu leyti. Að sjálfsögðu mun niðurstaða okkar venjulega líka orka tvímælis, þar sem gegn henni stendur óhagganlegur dómur allra æðstu dómenda landsins. Samt sem áður er ekki víst, að gagnrýnin verði alveg þýð- ingarlaus. Rökræður, sem einungis beinast að málefni og fullnægja annars þeim kröfum, sem gera verður um at- hugasemdir við gerðir valdhafa landsins um sæmandi rit- hátt, mega verða til frjóvgunar réttarvitundar manna, vekja menn til hugsunar um þessi og ef til vill önnur þjóð- félagsefni í sambandi þar við, með líkum hætti og ágrein- ingsatkvæði dómenda mega vel gera. Og slík gagnrýni veikir að minnsta kosti ekki meir traust almennings eða virðingu á dómstólnum en birt ágreiningsatkvæði einstakra dómenda, sem löggjafinn hefur gert þeim skylt eða heimilt að birta. Og muna mega menn það, að málfrelsi og rit- frelsi er löghelgað og í heiðri haft í þessu landi. Og því er gagnrýni á hverri ríkisstofnun heimil, og handhöfum ríkisvaldsins yfirhöfuð skylt að þola rökstudda og áreitn- islausa gagnrýni, jafnt handhöfum dómsvalds sem öðrum. Þegar ágreiningur verður meðal dómenda hæstaréttar, þá verður naumast sagt, að athugun á gerðum þeirra að því leyti veiki vald þeirra eða traust manna á dómstólnum eða virðingu hans. Ágreiningsatkvæði hafa þá verið birt, og almenningur veit þá eða á kost á að vita það, að dóm- endur voru ósammála. En ágreiningsatkvæði verður mönn- um sérstök hvöt til þess að athuga röksemdir beggja aðilja, meirihluta og minnihluta. Má þá vel svo fara, að fallizt verði á álit minnihlutans, enda verður álit manna ekki rcttara, þó að margir hafi borið það fram en þótt fáir hafi gert það. En ályktun meirihluta dómenda fylgir valdið, og þar er því valdið, sem ræður úrslitum. En vitanlega verður oft og sennilega oftar fallizt á álit meirihlutans, enda væri næstum undarlegt, ef svo væri ekki, því að sagt er, að betur sjái augu en auga.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.