Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 30
220 JárniO á Dynslcógafjöru og málaferli um fmö. aða skip, svo að því yrði frekar bjargað. Verður því ekki dregin sú ályktun af útvörpun eða affermingu járnsins í sjóinn, að fai’meigandi hafi með þessum aðgerðum viljað gefa upp eða gefið upp eignarrétt að járninu."........... „Það er nú að vísu svo, að vátryggjendur járnsins eða um- boðsmaður þeirra hér á landi hafa ekkert skipt sér af járn- inu, fyrr en á síðastliðnu sumri, er ágreiningur var risinn milli aðila hér á landi um réttindi yfir því, en strax og þessir aðilar fengu vitneskju um ágreininginn skárust þeir í leikinn og báru fram kröfu um viðurkenningu eignarétt- ar og ráðstöfunarréttar síns á járninu. 1 málinu kemur ekki fram, hvort umboðsmanni vátryggjenda hér eða vá- tryggjendum sjálfum hafi verið kunnugt um þá björgun og hagnýtingu járns, sem eins og áður en sagt átti sér stað á næstu árum eftir strandið. En jafnvel þótt aðilar þessir hefðu haft vitneskju um umrædda björgun og hagnýtingu og eigi að síður látið þetta afskiptalaust, getur það aðgerð- arleysi vart skoðast vitni um endanlegan vilja til uppgjafar réttinda yfir járninu, enda var það járn, sem bjargað var og hagnýtt á fyrrgreindum tíma svo lítið að magni, að missir þess hefur skipt hverfandi máli fyrir hagsmuni vá- tryggjenda." Hér kemur ljóst fram, það, sem áður er vikið að, að eig- andi verður að sýna mikið tómlæti til þess, að eignaréttur hans falli niður. Að vísu er um mikið matsatriði að ræða. En þegar gætt er þess, að ekki þótti svara kostnaði að bjarga járninu, er því var varpað útbyrðis, að eigendur létu það afskiptalaust í 10—11 ár, að staður þess var eins örð- ugur og hættulcgur og að framan er lýst, allmikil óvissa ríkti um, hvar það var, að til þess að finna það og ná því þurfti dýr tæki og allmikla tækni, að líkur eru til þess, að umboðsmenn vátryggjenda hafi vitað, hverju fram fór um björgun, a. m. k. fyrst eftir strandið og að eigendur virtust engu vilja til kosta jafnvel eftir að til máls kom, þá verður ekki annað séð en að allgóð rök væru til þess að telja járnið res derelicta. Enda var það og álit allra, að björgun svar-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.