Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 1. hefti 1968 Þjóðréttarreglur um vernd fiskimiða utan landhelgi Eftir dr. Gurmar G. Schram, deildarstjóra í Utanríkisráðuneytinu. *) Hér verða að nokkru raktar þær þjóðréttarreglur og sú réttarþróun, sem snertir vernd fiskimiða utan^ landhelgi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, að hér er á ferð- inni mál, sem mjög mikla þýðingu hefur fyrir okkur Is- lendinga og þær aðrar þjóðir, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum. Fiskimiðin innan landhelginnar fullnægja hvorki þörfum okkar né annarra mikilla fiskveiðþjóða. Þær þjóðr gera allar út flota, sem sækir á fjarlægari mið, stundar veiðar sínar á þeim fiskimiðum, sem eru eign allra þjóða og þó ekki séreign neinnar. Um fiskveiðar á úthafinu geymir lögfræðin fastmótaðar venjureglur, sem skapast hafa á aldanna rás. Þær reglur hafa ráðið samskiptum þjóðanna á hafinu um aldir og ráða þeim enn. Flestar þeirra eru staðfestar og á bók færðar í þeim ýmsu milliríkjasamningum, sem gerðir hafa verið um fiskveiðar á úthafinu og þá ekki sízt í Genfar- samningnum frá 1958, sem gildi tók 1966. En nú er svo komið, að þær réttarreglur, sem gilt hafa *) Grein þessi er að meginstofni erindi, sem höf. flutti á fundi í Lögfræðingafélagi Islands 2. nóvember 1967.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.