Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 17
úr 17 millj. tonnum árið 1948 i 45 millj. tonn 1966. Þrátt
fyrir þessa aukningu hefur fjárfestingin í fiskiflotum
lieims verið mörgum sinnurn meiri að tiltölu. Það við-
horf hefur því skapazt, að kostnaðurinn við að veiða
ákveðnar fiskitegundir á tilteknu svæði getur verið svo
mikill, að útgerðin ber sig ekki. Spurningin er því í dag
þessi: Hvernig er unnt að koma við mestri framleiðni i
nýtingu fiskistofnanna? Og þar á ekki siður við, að oft
getur verið skynsamlegt að takmarka aflamagnið til þess
að hindra það, að markaðurinn spillist og verðið hrið-
lækki. Þessi atriði öll, ekki siður en nauðsynin á fiski-
vernd, hafa valdið þvi, að i dag er mun betri jarðvegur
fyrir stofnun skipulegs stjórnkerfis í fiskveiðum á úthöf-
unum en var fyrir 10—20 árum. Að svo miklu leyti sem
slíkt stjómkerfi myndi taka tillit til þarfa þeirra þjóða,
sem efnahag sinn byggja á fiskveiðum, væri það okkur
i hag. Og væri þá ekki úr vegi að gera stuttlega grein
fyrir þeim helztu leiðum, sem hér sýnist um að ræða varð-
andi framtiðarskipulag fiskveiða á úthöfunum.
Ný lög-saga eða alþjóðastjóm.
Fyrsta leiðin er sú, að áfram verði haldið á grundvelli
ríkjandi þjóðaréttar i þessum efnum. Enn yrði þess þá
freistað að leysa vanda hinna alþjóðlegu fiskveiða og
fiskivemdar á úthafinu með tvíhliða og marghliða samn-
ingum þjóða í milli á grundvelli reglunnar um frelsi hafs-
ins. Lögsaga yfir fiskveiðum var bundin við mörk fisk-
veiðilandhelginnar. Það þýddi i raun aðeins 12 mílur, þar
sem víðáttumeiri fiskveiðilandhelgi, svo sem ýmis S,-
Amerikuríki halda fram, nýtur ekki þjóðréttarlegrar
viðurkenningar. A galla hins frjálsa samningakerfis i
þessum efnum hefur þegar verið bent. Og hætt er við, að
svo langan tíma taki að fá meirihluta þjóða til að sam-
þykkja stærri fiskveiðilögsögu að útfærsla hennar sé ekki
raunhæft úrræði til lausnar á vandkvæðum fiskveiði-
þjóða í þessum efnum.
Timarit lögfræðinga
15