Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 9
að þjóðarétti á hendur þeim þjóðum, sem slíka samninga
og ráðstafanir virða að vettugi. Ekki er grundvöllur hér
tii skaðabótaskyldu þeirra þjóða, sem ránvrkju fiskimiða
leggja f>TÍr sig og stofna þannig mikilvægum fjárhags-
munum annarra fiskveiðiþjóða i hættu vegna fyrrgreindr-
ar meginreglu um hið óskoraða fiskveiðifrelsi. Þó hafa
komið fram á síðustu árum raddir um það, að hverfa
beri frá svo þröngri túlkun þessarar reglu og viðurkenna
að um ólögmætt framferði geti verið að ræða við nýtingu
fiskimiða og þar af leiðandi takmarkaða skaðabótaskyldu.
Byggjast þessi sjónarmið á kenningu þjóðaréttarins um
abuse of rights, réttarníðslu, í samskiptum ríkja. Inntak
hennar er að ekkert ríki megi beita lögfullum rétti sínum
á þann hátt að vísvitandi verði öðrum ríkjum til skaða.
Dæmi um það er að óheimilt er einu ríki að brevta farvegi
fljóta, sem í gegn um önnur lönd renna, svo skaði verði
þar af. Gallinn er hér hins vegar sá, að kenningin
er ekki fastmótuð og miklum erfiðleikum er bundið að
koma fram skaðabótaábyrgð á slíkum grundvelli.
Dæmi um það að nauðsynlegum verndarráðstöfunum
verður einungis komið fram í alþjóðasamvinnu, enn sem
komið er, eru síðustu tillögur okkar Islendinga um tak-
mörkun veiða á hafinu norð-austur af íslandi. Á 5. fundi
Norð-austur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, sem hald-
inn var í París í sumar, var af Islands hálfu lögð fram
tillaga um bann gegn togveiðum á allstóru svæði. Byggist
tillaga þessi á niðurstöðum athugana nefndar Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins um ástand fiskistofnanna við Island,
sem fyrr var getið. Er i íslenzku tillögunum gert ráð
fyrir, að togveiðar verði bannaðar á þessu svæði um 10
ára skeið á timabilinu júlí-desember ár hvert. Ennfremur
að Alþjóðahafrannsóknaráðið fylgist með áhrifum þess-
arar lokunar og gefi um það skýrslu til nefndar-
innar.
Þessari tilögu Islands um friðun fiskimiða á land-
grunninu utan landhelginnar var tekið með skilningi á
Tímarit lögfræðinga
7