Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 38
bréfi. Samkvæmt þeim á m. a. að leita álits geðlækna um
sökunauta yngri en 21 árs, einkum ef ástæða er til að
ætla, að andlegum þi*oska ungmennanna og geðheilsu sé
nokkuð ábótavant, svo og ef þau hafa gerzt sek um
skírlífisbrot, brennu eða grófar líkamsmeiðingar. Þá á
ætið að fara fram rannsókn, ef ætla má, að sökunautur
sé geðveikur eða andlega vanþroskaður. Með tilliti til
duldrar geðvillu á að leita álits læknis, ef kæran varðar
alvarleg eða ítrekuð skírlífisbrot, brennu eða önnur brot,
er hafa almannahættu í för með sér, svo framarlega sem
verknaðinn má ekki rekja til eðlilegra hvata. Hurwitz
telur þetta lágmarkskröfur. 1 Danmörku fer geðrannsókn
fram i miklu fleiri málum en nú voru greind, og hefur
geðrannsóknum farið mjög fjölgandi á siðari árum. i) A
það er að líta í þessu sambandi, að geðrannsóknir hafa
tvenns konar hlutverki að gegna. Annars vegar þarf að
ganga úr skugga um sakhæfið, en hins vegar er það hlut-
verk, sem öllu mikilvægara er, að skapa grundvöll fyrir
val á virkum, sanngjörnum og skynsamlegum viðurlög-
um. Sérgreining viðurlaga hefur farið sivaxandi. Reynt
er að velja hverjum brotlegum einstaklingi þau viður-
lög, sem honum og þjóðfélaginu koma að mestu gagni.
Innan hvei'rar viðurlagategundar er nú unnt að koma
við sibættum úx-ræðum til endurþjálfunar, lækningar og
uppeldis. Þessar nýju aðstæður hafa skapað aukna þörf
fyrir upplýsingar um alla persónulega hagi sökunauta.
Dómari, er taka þarf ákvörðun um geðrannsókn, reyn-
ir sjálfsagt að gera það upp við sig, hversu eðlilegar hvat-
ir liggi að baki verknaði. Brennubi'ot eru að jafnaði talin
af óeðlilegum hvötum runnin. Þó virðist aðstaðan bi'eyt-
ast, þegar sýnt er, að auðgunarhvöt er þar að verki, svo
sem ef brenna er framin til að koma fram vátryggingar-
svikum, sbr. Hrd. XIX :1, XXVII: 9, og að vissu leyti Hrd.
!) Stephan Huiwvitz, Den danske kriminalret, Alm. Del
(1952), bls. 413—414.
36
Tímarit lögfræðinga