Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 15
„Ráðstefna SÞ um réttarreglur á hafinu hefur athugað
aðstöðu lands eða landssvæðis, þar sem íbúarnir eru yfir-
gnæfandi háðir fiskveiðum við strendurnar vegna af-
komu sinnar eða efnahagsþróunar.
Einnig hefur ráðstefnan athugað aðstöðu lands, þar sem
íbúar strandhéraðanna eru að mestu háðir fiskveiðum við
strendurnar til öflunar eggjahvítuefna úr d^'raríkinu og
stunda fiskveiðar að mestu á litlum bátum nærri landi.
Ráðstefnan telur, að slik tilfelli krefjist sérstakra ráð-
stafana, er eigi við hinar sérstöku þarfir.
Ráðstefnan álítur, að vegna hinna takmörkuðu og sér-
stöku aðstæðna, sem hér er um að ræða, hlytu sérhverjar
ráðstafanir sem gerðar eru til lausnar þessu vandamáli að
koma til viðbótar almennum ákvæðum alþjóðalaga.
Með tilliti tii þessa leggur ráðstefnan til:
(1) að þar sem nauðsyn ber til, vegna verndunar fiski-
stofna, að takmarka veiðar á svæði á úthafinu í
nánd við strandríki, skal hvert það ríki, sem veið-
ar strmdar á því svæði, hafa samvinnu við strand-
ríkið til að tryggja réttláta meðferð sliks tilfellis
með því að gera ráðstafanir, er taki tillit til for-
gangsréttinda strandríkisins með tilliti til hversu
háð það er fiskveiðunum, en tillit sé einnig tekið
til réttmætra hagsmuna hinna ríkjanna.
(2) að nauðsynlegu fyrirkomulagi til sáttaumleitana og
gerðardóms sé komið á til að leysa ágreimng, sem
upp kann að koma“.
Hér örlar að vísu á nokkurri viðurkenningu á forrétt-
indum ríkja, sem mjög hyggja efnahag sinn á fiskveið-
um, en bindandi lagalegt gildi hefur þessi samþykkt ekki,
gagnstætt því, sem er um hina formlegu samninga
Genfarráðstefnunnar. Á síðari Genfarráðstefnunni 1960
var íslenzka tillagan aftur samþykkt í nefnd (hlaut 31
atkvæði) en felld á allsherjarfundi ráðstefnunnar. Siðan
hefur þar við setið. Engar alþjóðaráðstefnur hafa verið
Timarit lögfræðinga
13