Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 53
Stefnandi studdi kröfur sínar þeim rökum, að stefndi hefði eignast umræddan bát með uppboðsafsali 20. nóv- ember 1962 og, að báturinn hafi verið í hans eigu til 19. apríl 1963. Báturinn hafi verið skyldutryggður hjá stefn- anda á greindu tímabili, en hann hafi neitað að greiða vátryggingariðgjald, þó honum hafi verið það lögskylt. Stefndi hélt því hins vegar fram, að skv. skjölum máls- ins hafi hann ekki verið eigandi bátsins nema frá 27. ágúst 1962 til 8. sept s. á. Skv. afsalinu til P og G þann 19. apríl 1963 hafi kaupendur tekið að sér að greiða bráða- fúaiðgjald og vátryggingariðgjald frá 1. september 1962, en að öðru leyti hafi kaupin og vörzluskiptin miðast við 9. september 1962, en vegna óvissu um upphæð verð- trvggðra krafna í bátnum, hafi ekki verið unnt að gefa út afsal til kaupanda. 1 þessu sambandi hélt stefndi því fram, að það hefði við engan rök að styðjast að miða iðgjald við útgáfudag afsals og útlagningardag, því að raunverulegu eigendaskiptin beri allt að einu að miða við 8. september 1962, þar sem vörzluskiptin hafi farið fram á þeim degi. Þá hélt stefndi þvi einnig fram, að er báturinn hafi verið seldur á uppboðinu 7. febrúar 1964 i Stykkishólmi og lagður stefnda út, hafi allar áhvílandi kröfur verið gerðar upp, þ. á. m. iðgjadakrafa Bátatryggingar Breiða- fjarðar, en engin krafa hafi komið fram frá stefnanda. enda ekkert um hana vitað fyrr en hinn 10. júlí 1964. Krafðist stefndi einnig sýknu af þessum sökum. Óumdeilt var í málinu, að umræddur bátur hafi verið í tryggingu hjá stefnanda á tímabilinu frá 20. nóvember 1962 til 19. apríl 1963. 1 niðurstöðu dómsins segir, að samkvæmt 2. gr. laga nr. 61/1947 skuli vélbátaeigendur sem eigi vélbáta með þilfari, allt að 100 rúmlestir brúttó að stærð, sem aðallega séu ætlaðir til fiskveiða við Island, vera skyldir til að vátryggja þá hjá vátryggingarfélagi innan þess svæðis, sem þeir eru skrásettir í. Umræddur bátur var rúmlega 20 lestir að stærð. 1 málinu lá fyrir Tímarit lögfræðinga 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.