Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 65
B. Síðari hluti: 1. AÐALKRAFA: Ógreitt kaup fyrir þularstarf i tveggja mánaða reynslutima (82 klst., eftirvinna á 60,95 og 118,5 næturvinna á 81,27) ...................... — 14,425,19 Aðalkröfu sína í fyrri þætti málsins studdi stefnandi þeim rökum, að stefnandi hafi illa þolað vélritunarstarf- an og af þeim sökum orðið að hætta starfi. Sakir þessa atvinnusjúkdóms hafi stefnandi ekki getað hafið vinnu, fyrr en eftir áramótin 1962—1963. Stefndi hafi greitt stefnanda full laun mánuðina júni og júlí skv. reglu- gerðum um það efni. Taldi stefnandi sig eiga kröfu til áframhaldandi launa þann tíma, sem hún hafi misst af vinnulaunatekjum vegna sjúkdóms síns, eða alls i 5 mánuði, en laun hennar hafi verið kr. 5,730,40 mán- uði i samræmi við þágildandi launaflokk ríkisstarfsmanna. Varakrafa stefnanda í þessum þætti var byggð á því, að henni hefði ólöglega verið sagt upp störfum hjá stefnda. Hún hafi átt rétt til kaupgreiðsla vegna veikinda- forfalla, sem svaraði hálfum launum mánuðina ágúst, september og október 1962. En er hún hafi komið til stefnda til þess að sækja þær greiðslur, hafi henni verið tilkynnt af skrifstofustjóra stefnda, að stofnunin liti svo á, að hún væri eigi lengur i þjónustu hennar. Stefnandi hefði verið til meðferðar hjá lækni, og forráðamönnum stefnds hafi verið fullkunnugt um veikindi hennar, enda hefðu þeir fylgzt með framgangi þeirra. Uppsögn stefnda hafi þvi verið með öllu löglaus. Bæri stefnda þriggja mán- aða uppsagnarfrestur skv. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þrautavarakrafa stefanda var á því byggð, að skv. ákvæðum framangreindrar reglugerðar ætti stefnandi rétl á hálfum launum vegna veikindaforfalla í þrjá mánuði. Af því er fyrri þátt málsins varðaði byggði stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnanda hefði aldrei verið Tímarit lögfræðinga 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.