Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 55
s.f., og að stefndu væru dæmdir til að greiða málskostnað in solidum að skaðlausu. Stefndu kröfðust algerrar sýknu og málskostnaðar. Málsatvik voru þau, að lilutafélagið Einir var stofnað í júní 1953 og skráð hjá firmaskrárritara á Akureyri. Tré- smiðjan Einir s.f. var hins vegar skráð í firmaskrá Reykjavíkur 1. september 1962 og birting um það kom í Lögbirtingarblaðinu 15. s. m. Kröfur stefnanda byggðust á því, að honum bæri einka- réttur til notkunar á nafninu „Einir“. Mjög bagalegt væri, að tvö fyrirtæki, sem hefðu á hendi svo til sömu starf- semi, en hann starfrækti húsgagnavinnustofu og hús- gagnaverzlun, hæru sama nafnið, þar sem hætta væri á því, að fyrirtækjunum væri ruglað saman. Hann hefði tekið upp Einis-nafnið á fjTÍrtæki sitt löngu á undan stefndu og með skráningu á því öðlast einkarétt á því. Notkun stefndu á nafninu væri því óheimil skv. 9. gr. laga nr. 84/1933 um ólögmæta verzlunarháttu. Stefndu studdu sýknukröfu sína þeim rökum, að engin lagaákvæði væru til, sem bönnuðu það, að fyrirtæki i mismunandi bygðarlögum mættu bera sama nafn, enda væri enginn sameiginleg firmaskrá fyrir landið allt. Eng- in lagaákvæði væru til, sem skyldi hið yngra fyrirtæki til að leggja niður nafn sitt í slíkum tilfellum. Stefndu hafi verið í góðri trú, er þeir hafi látið skrásetja firma- nafn sitt. Það sé og forsenda fyrir breytingu ákvæða laga nr. 84/1933, að vísvitandi hafi verið aðhafzt i þeim tilgangi að rugla. I þessu tilfelli sé engin hætta á ruglingi, þar sem nöfnin séu ekki svo lík, enda hafi fyrirtækin bæði starfað í full tvö ár án þess að stefnandi hafi haft uppi athugasemdir. 1 forsendum dómsins segir, að orðið ,,Einir“ veki ekki hugmynd um neinn sérstakan atvinnurekstur. Því verði að telja, að stefnandi, sem hafi tekið orð þetta sem heiti á fyrirtæki sínu á undan stefndu, hafi öðlast gagnvart þeim lögverndaðan rétt til þess, sbr. 9. gr. laga nr. Tímcirit lögfræðincja 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.