Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 43
Um Lögfræðingafélag Noregs o. fl.
íslenzkir lögfræðingar hafa í ýmsum efnum verið á eftir
,,kollegum“ sínum á hinum Norðurlöndunum. Ekki rek-
um við þó alltaf lestina. Yið eignuðumst allshcrjarsam-
tök lögfræðinga (Lögfræðingafélag Islands) árið 1958, en
Norðmenn komu slíkum félagsskap ekki á fyrr en 1966.
Það var í maí 1966, sem Norge Juristforbund (Lög-
fræðingafélag Noregs) var stofnað. Félagið er samtök
norskra lögfræðinga og laganema. Tilgangur og markmið
félagsins er í stórum dráttum hinn sami og Lögfræðinga-
félag Islands. Um þetta fjallar 2. gr. laga Norges Jurist-
forbund, en hún er svohljóðandi:
„Foreningens formál er:
1) á samle Norges jurister til fremme av samarbeid
og forstáelse mellom jurister,
2) á fremme standens faglige, sosiale og okonomiske
interesser,
3) á hevde den juridiske utdannelses og forsknings
betydning,
4) á arbeide i forstáelse med andre akademiske or-
ganisasjoner i sporsmál av felles interesse, og
5) á representere medlemmene utad.“
Það er athyglisvert, að félagið nær einnig til laganema.
Eins og kunnugt er geta laganemar ekki gerzt félagar í
okkar félagi, Lögfræðingafélagi Islands. En í samþykkt-
um þess segir, að heimila megi lögfræðistúdentum að-
gang að félagsfundum, eftir því sem stjórn félagsins
ákveður hverju sinni. Venja er, að auglýsa almenna fundi
Tímarit lögfræðinga
41