Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 64
afhent stefnda læknisvottorð, dags. 22. maí og 5. júní, en
skv. hinu siðarnefnda vottorði hafi verið talin nauðsyn
á því, að hún dveldist á gigtlækningarhæli. Af þvi tilefni
hafi hún haft veikindaleyfi allan júnímánuð og fyrstu 9
daga júlímánaðar, en það sem eftir hafi verið af þeim
mánuðum hafi verið talið sumarleyfi hennar. Hinn 10. júli
hafi henni að læknisráði verið talið ráðlegast að taka ekki
upp sama starf næstu tvo tii þrjá mánuðina. Vottorð
þetta varðandi hafi hún ætlað að afhenda stefnda, en þá
hafi henni verið tilkynnt, að þar sem hún hafi ekki mætt
til starfa þann 1. ágúst, liti stefndi svo á, að hún væri eigi
lengur i starfi hjá honum.
1 annan stað voru málsatvik þau, að i byrjun marzmán-
aðar 1962 hafði stefnandi hafið þularstarf hjá stefnda.
Hefðu áður verið valdar þrjár stúlkur úr umsækjanda-
hóp um það starf, þ. á m. stefnandi, til frekari reynslu.
Sá reynslutími hafi verið tveir mánuðir, og á þeim tima
hafi hún sinnt þularstörfum í stofnuninni samtals 200,5
klst. Ekki hafi fyrirfram verið sarnið um greiðslu fyrir
starf þetta, en starfið hafi verið unnið fyrir utan starfs-
tíma hennar hjá stofnuninni. Fyrir þetta starf hafi hún
enga greiðslu fengið.
Málssókn stefnanda var reist á fyrrgreindum tveim
þáttum og var nánari sundurliðun þessi:
A. Fyrri hluti.
1. AÐALKRAFA: Bætur vegna tekju-
missis af völdiun atvinnusjúkdóms, sem
stefnandi fékk af störfum sínum hjá
stefnda, í 5 mánuði ................
2. VARAKRAFA: Bætur vegna fyrir-
varalausrar brottvikningar í byrjun ágúst
þrír mánuðir .......................
3. ÞRAUTAVARAKRAFA: Ógreitt hálft
kaup í ágúst, september, október 1962,
vegna veikinda......................
kr. 28,652,00
— 17,191,20
— 8,595,60
62
Timarit lögfræðinga