Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 26
meta, hver tengsl séu milli sálrænnar vanheilsu og refsi-
verðs verknaðar, þ. e. hvort sökunautur hafi verið alls
ófær um að stjórna gei'ðum sínum. Er þetta ýnxist kall-
aður lögfræðilegur eða sálfneðilegur mælikvarði. Er
stuðzt við svipaðan mælikvarða í flestum grannlöndum
okkar, Danmörku (,,utilregnelig“), Svíþjóð („under
inflytande av sinnessjukdom, sinnesslöhet eller annan
sjálslig abnormitet av sa djupgáende natur, att den
máste anses jámstálld med sinnessjukdom . . .“), Englandi
(og Bandarikjunum að meginstefnu), en þar gilda enn
hinar svonefndu M’ Naghten-reglur fi'á 1843. Kjarni þeirra
felst i eftirfarandi leiðbeiningum lávarðadeildarinnar
ensku (the right and wrong test): „.. . to eslablish a
defence on the ground of insanity it must be clearly
proved that, at the time of committing the act the
accused was laboui’ing under such a defect of reason, from
disease of the mind, as not to know the nature and
quality of the act he was doing, or, if he did know it,
that he did not know he was doing what was wi'ong.“
Hins vegar gildir í Noregi líffræðilegur (læknisfræði-
legur) mælikvarði. 1 44. gr. noi'sku hegningarlaganna frá
1902, shr. lög nr. 22/1929 um breytingu á 44. gr., segir
svo: „En handling er ikke straffbar, nár gjei-nings-
mannen ved dens foretagelse var sinnsyk eller bevisstlos11.
Hér þarf hvoi'ki geðlæknir né dómari að huga að tengsl-
um milli vanheilsu og verknaðar. Geðlæknir staðreynir
heilhrigðisástandið. Komist hann að þeirin niðux'stöðu, að
um geðveiki eða rænuleysi sé að ræða, getur dómari gengið
ut frá því, að sökunautur sé ósakhæfur. 1 44. gr. norsku
hegningarlaganna er ekki rninnzt á andlegan vanþroska,
en geðveikishugtak greinarinnar hefur ætíð verið skilið
svo, að það tæki einnig til vanþroska á háu stigi. 1 teoríu
er litið svo á, að álit geðlækna sé aðeins til leiðbeiningar,
eins og almennt er um álit sérfróðra mats- og skoðunar-
manna. 1 framkvæmd er dómari þó bundinn af niðurstöðu
lækna, a. m. k. ef enginn vafi kemur fram í forsendum
24
Tímarit lögfræðinga