Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 41
hafa hins vegar ríka tilhneigingu til að varpa sök
sinni yfir á aðra.
f) Tilfinningasljóleiki.
Geðvilltir menn eiga örðugt með að stofna til eðli-
legra vináttu- og ástartengsla við aðra. Allt tilfinn-
ingalíf þeirra er grunnt og persónutengsl yíirborðs-
leg.
g) Geðvillingar eru ófélagslegir (asocial) í háttsemi
sinni. Þeir eiga í sífelldum útistöðum við umhverfi
sitt og sýna virðingarleysi gagnvart siðgæðisregl-
um. Hin ófélagslega afstaða þeirra tekur oft á sig
mynd afbrota. Þeir eru ófélagslegir fremur en and-
félagslegir (antisocial). Þeir ráðast ekki viljandi
gegn þjóðfélaginu, heldur er það þjóðfélagið, sem
stendur of oft í vegi fvrir uppfyllingu óska þeirra.
Ekki verður hér farið nánar út í lýsingu á andlegum
annmörkum, heldur aftur vikið stuttlega að geðrannsókn-
um og athugun minni á hæstaréttardómum.
Geðrannsókn beinist aðallega að því að kanna, hvorl
sökunautur hafi á þeim tíma, er hann framdi afbrot,
verið geðveikur, geðvilltur eða fáviti. Af þeim 38 mönn-
um, er gengu undir geðrannsókn, hlutu 15 þann vitnis-
burð, að þeir væru hvorki geðveikir, geðvilltir 1) né fá-
vitar. Og nokkrir til viðbótar voru lýstir sakhæfir, þótt
eigi væri tilgreint á þennan veg. Sumir þessara manna
voru þó treggefnir og/eða haldnir ýmsum persónuleika-
truflunum og óeðlilegum hneigðum og hvötum. Drykkju-
hneigð var algeng, og margir frömdu brot sín undir áhrif-
um áfengis. Geðveiki er naumast um að ræða nema í 4
tilfellum, og þó er eitt þeirra vafasamt. Sökunautur var
haldinn tímabundinni drykkjusýki og hafði vefrænan
taugasjúkdóm. Ekki er minnzt á hugsanlegan sakhæfis-
x) Orðið geðveill hefur að jafnaði verið notað í réttarmáli
og álitsgjörðum geðlækna.
Tímarit lögfræðinga
39