Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 11
á fiskveiðum á landgrunnsmiðum sínum, og skulu þau ákvæði því rakin hér i stuttu máli. I 1. gr. samningsins er orðuð sú mikilvæga skuldbind- ing, að öllum þjóðum skuli skylt að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til verndar lifrænum auðæfum hafsins. Um slíka þjóðréttarlega skyldu hafði ekki áður verið að ræða og því má segja, að með þessu ákvæði sé stórt spor stigið fram á við í fiskiverndarmál- um. Þá skal getið tveggja annarra merkustu atriða samn- ingsins. Hið fyrra er það, að öllum fiskveiðiríkjum er veittur réttur til þess að krefjast þess af öðrum ríkjum, sem fiskveiðar stunda á sömu slóðum, að þau hefji samn- inga til verndar þeim lífrænu auðæfum, sem nýtt eru með veiðumun. Neiti önnur riki, sem veiðar stunda, að hefja slíka samninga, getur upphafsríkið skotið ágrein- ingnum til sérstakrar dómnefndar og skal nefndin kveða upp úrskurð innan fimm mánaða frá því hún er skipuð. Grundvöllur úrskurðar hennar skal jafnan vera sá, að vísindalegar niðurstöður sýni nauðsyn verndarráðstaf- ana, þær ráðstafanir séu vel framkvæmanlegar og ekki vilhallar. Skulu ákvarðanir dómnefndarinnar vera bind- andi fyrir hlutaðeigandi ríki. Hér er með öðrum orðum opnuð leið fyrir ríki til þess að fá fram verndarráðstaf- anir, jafnvel gegn mótmælum annarra, sem stofninn veiða, ef unnt er að rökstyðja nauðsynina á aðgerð- unum. Annað merkasta atriði Genfarsamnings þessa er, að með honum eru sérréttindi og sérstaða strandríkisins í þessum efnum viðurkennd. Bera þau ákvæði vott þeirrar viðurkenningar, sem slíkum ríkjum var veitt með dómi Haagdómstólsins í máli Breta og Norðmanna 1951. 1 6. gr. samningsins er svo kveðið á, að strandríki hafi sér- stakra hagsmuna að gæta í því að viðhalda framleiðni lífrænna auðæfa hafsvæða þeirra, sem liggja að landhelgi þess. Getur strandríkið jafnan krafizt þess, að þau ríki, sem fiskveiðar stunda fyrir utan landhelgi þess, skuli Tímarit lögfræðinga 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.