Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 61
aði mál gegn B nokkrum til greiðslu skuldar að fjárhæð
kr. 7,995,15 ásamt vöxtum og málskostnaði.
Málavextir voru þeir, að stefndi, sem var húsasmíða-
meistari, var á sínum tíma byggingameistari við bygg-
ingu húsanna nr. 38—42 við Gnoðavog, hér í borg. Stefndi
skýrði svo frá, að nokkrir bygingameistarar hafi látið
mæla upp múrverk við framangreinda byggingu skv.
teikningu og útboðslýsingu, áður en tilboð hafi verið
gert í bygginguna, til þess að þeir hefðu eitthvað við að
styðjast við gerð tilboðs. Hafi einnig í því skyni verið
reiknað með 30% af fjárhæð þeirri, sem þá hafi komið
fram, sem greiðslu fyrri handlöngun fyrir múrverkið. Þær
niðurstöður, sem þannig hafi fengizt kveðst stefndi hafa
s\rnt þeim IS, verkamanni, og SL, múrarameistara. Kvaðst
stefndi hafa sk<rrt þeim jafnframt frá því, að hann vildi
að endurgjald fyrir handlöngun yrði 30% af uppmælingu,
en að útreikningar þessir væru hins vegar miðaðir við, að
sement væri tekið af bil við húshlið og sandurinn við
húsið, þar sem bíllinn skildi við hann.
SL var múrarameistari við umrædda bvggingu og ann-
aðist verkstjórn við múrvinnu fyrir stefnda. Fól stefndi
honum ennfremur að útvega þá múrara og handlangara,
sem þurfti. Meðal þeirra manna, sem SL réði til hand-
löngunarinnar, var stefnandi i máli þessu. SL múrara-
meistari, réði stefnanda upp á þau kjör, að hann skyldi
hafa 30% af uppmælingartaxta múrara. Vann stefndi
síðan að handlangi við fyrrgreinda byggingu á tímabilinu
frá 2. júni til 14. júli 1957. Fékk stefnandi greiddar sam-
tals kr. 6,669,96 úr hendi stefnda fyrir vinnu sina. Skorti
þá kr. 7,995,15 á það, að laun stefnanda næðu fyrrgreind-
um 30% og hafði stefnandi höfðað mál þetta íil inn-
heimtu þeirrar fjárhæðar.
Stefndi kvað áðurnefndan IS, verkamann, hafa viljað,
að bæði sandur og sement yrði flutt á kostnað stefnda
að hrærivél, þar sem múrarar væru að vinnu hverju sinni
í húsunum og einnig að stefndi legði til hrærivél. Til sam-
Tímarit lögfræðinga
59