Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 40
(kriminogen) og hefur því mikla þýðingu fyrir sakfræði
(refsirétt, afbrotafræði og aðrar greinar, er hafa afbrot
fyrir rannsóknarandlag). Geðvilltir afbrotamenn koma
oft mjög á óvart, er þeir fremja brot sín, því að oft tekst
að leyna geðvillu furðu vel. „Margir geðvilltir menn eru
hinir geðþekkustu og ljúfustu i viðmóti, og því tekst
þeim oft að koma sér í mjúkinn hjá fólki og villa á sér
heimildir."1) Meðal helztu einkenna geðvillu skulu þessi
talin:2)
a) Hömluleysi hvata og tilfinninga.
Geðvilltur maður leitar tafarlausrar fullnægingar á
óskum sínum og hvötum án tillits til aðstæðna og
afleiðinga. Hann ofmetur stundarhagnað og tii-
breytingar.
b) Hófleysi viðbragða.
Geðvilltir menn eru oft mjög örir (impúlsív) og
láta undan alls kyns stundarduttlungum. Þeir eru
staðfestulausir og hvarflandi. Þeir skipta oft um
starf og samastað. Slíka menn skortir markmið í
lífinu, og athafnir þeirra einkennast af fyrirhyggju-
leysi. Dómgreind skortir þá hins vegar ekki, ef þéir
vilja beita sér við eitthvert verk.
c) Greindin er yfirleitt i góðu lagi. Sumir geðvillingar
hafa háa greindarvísitölu. Algengt er þó, að sam-
fara geðvillu sé greindartregða. Er svo í mörgum
þeim hæstaréttarmálum, sem athugun min tók til.
d) Árásarhneigð (aggression).
Mótlæti eða hindrunum, jafnvel smávægilegum, er
gjarna mætt með ofbeldi.
e) Takmörkuð sektarkennd.
Geðvillta menn skortir mjög á eðlilega sektarkennd.
Þeir finna lítt til iðrunar eða samvizkubits. Sumir
J) Sama rit, bls. 113.
2) Sbr. William and Joan McCord, The Psychopath, bls.
1—20, og Símon Jóh. Ágústsson, Sálarfræði, bls. 494—495.
38
Timarit lögfræðingu