Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 18
I öðru lagi er að nefna þá leið, að þjóðir fái lögsögu yfir landgrunnsfiskimiðum. Hér yrði um að ræða í fyrsta lagi lögsögu til fiskiverndar, en einnig til forréttinda í fiskveiðum á þessum svæðum umfram aðrar þjóðir. Raunar yrði hér ekki unnt að miða við landgrunnið, þar sem ekkert landgrunn er að finna fyrir ströndum ýmissa þjóða, heldur yrði að setja markið á annan hátt, miða t. d. við ákveðinn mílufjölda frá ströndum eða landhelgi t. d. 50 mílur á haf út. Myndi þessi lausn að mestu full- nægja óskum okkar Islendinga, þar sem mörg okkar beztu fiskimið er að finna innan þessara marka, en hið gagnstæða ætti við um þjóðir, sem á fjarlæg mið sækja. Þessi leið á sér fyrirmynd i landgrunnssamningnum, sem samþykktur var á Genfarráðstefnunni 1958 og gildi tók 10. júní 1964. Samkvæmt honum ræður strandríkið yfir landgrunni sinu út á 200 metra dýpi eða lengra ef reynist unnt að nýta auðæfi þess á meira dýpi. Þannig er hafs- botninum deilt milli ríkja og miðlínan látin skipta lönd- um. Má segja, að nokkur lögjöfnun væri i þvi fólgin að skipta einnig upp á svipaðan hátt hafinu sem yfir land- grunninu liggur og fá hlutaðeigandi ríki not þess umfram önnur ríki. 1 þriðja lagi hafa menn látið sér detta í hug, að fá Sameinuðu þjóðunum, eða einhverri annarri alþjóða- stofnun, lögsögu yfir öllum auðæfum hafsins. Að baki felst sú hugsun, að þá verði unnt á réttlátan hátt að deila þeim auðæfum með öllum þjóðum, og gæta þess jafnframt, að aldrei verði um of á þau gengið. Þessi sama hugmynd, að því er varðar hafsbotninn, kemur fram í tillögu sem Malta lagði fyrir allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna 1967 og skyldi Sameinuðu þjóðunum fengin yfirráð yfir öllum auðæfum sem í sjálfum hafs- botninum finnast um veröld alla. Leggur Malta til, að þau verði m. a. notuð til að veita þróunariöndunum hjálp til bjargálna. Hér skal engum getum að því leitt hvort samkomulag 16 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.